Lomuspray

Neflyf | Verðflokkur: G | Lausasölulyf

Virkt innihaldsefni: Ípratrópíum

Markaðsleyfishafi: Opella Healthcare France SAS | Skráð: 1. apríl, 2020

Lomuspray nefúði inniheldur virka innihaldsefnið ipratrópíumbrómíð. Ipratrópíumbrómíð dregur úr nefrennslis vegna nefslímubólgu með því að hemja seytingu úr slímhimnum nefsins. Lyfið er því notað við nefrennsli sem getur stafað af ofnæmiskvefi eða vegna annarra orsaka svo sem breytingar á hitastigi eða ertandi efnis í umhverfinu.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Nefúði.

Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir og unglingar 18 ára og eldri: 2 úðar í hvora nös 2-3 svar á sólarhring.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Innan 15 mínútna.

Verkunartími:
3-5 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymið lyfið við herbergishita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má notkun lyfsins þegar einkenni eru ekki lengur til staðar.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið umbúðir lyfsins við höndina. Einkenni sem geta komið fram er munnþurrkur, sjóntruflanir eða hraður hjartsláttur.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða en er yfirleitt notað í skamman tíma í senn.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Erfiðleikar með þvaglát        
Hraður og óreglulegur hjartsláttur      
Höfuðverkur          
Ógleði, munnþurrkur, meltingartruflanir          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Blóðnasir, þurrkur í nefi, erting í nefi eða hálsi.          
Höfuðverkur, ógleði, sjónskerðing og regnbogasjón. Einkenni bráðrar gláku.      

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með gláku
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með stækkaðan blöðruhálskirtil eða eigir erfitt með þvaglát
  • þú takir einhver önnur lyf
  • grunur leiki á um þungun eða hvort þú ráðgerir að verða þunguð
  • þú sért með ofnæmi fyrir atrópíni eða skildum efnum
  • þú sért með slímseigjusjúkdóm (Cystic fibrosis)

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið skilst út í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára nema í samráði við lækni.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur almennt ekki áhrif á hæfni til aksturs en ef þú finnur fyrir aukaverkunum eins og sundli, sjúntruflunum eða þokusýn skaltu forðast að aka bifreið.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Ef lyfið gert í augu skal skola augun strax með köldu vatni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.