TNG-smyrsl

Barksterar húðlyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Gramicidín Neómýcín Nýstatín Tríamcínólón_

Markaðsleyfishafi: Forskriftarlyf lækna framleitt af Pharmarctica | Skráð: 1. apríl, 2014

TNG-smyrsl er forskriftarlyf lækna. Það þýðir að ekki eru gerðar sömu kröfur um merkingu, klínískar rannsóknir eða fylgiseðil eins og til skráðra lyfja. Því eru engar upplýsingar um lyfið í Sérlyfjaskrá. TNG inniheldur blöndu fjögurra virkra efna, tríamcínólóns, nýstatíns, neómýcíns og gramicidíns. Tríamcínólón er svokallaður barksteri með bólgueyðandi, kláðastillandi og æðaþrengjandi verkun. Hann varnar myndun á efnum sem framkalla bólgur og virkja ónæmiskerfið og hann hefur sömu áhrif og svokallaðir sykursterar sem myndast í nýrnaberki. Sterar sem eru notaðir í húðlyf er oft skipt í 4 flokka eftir styrkleika. Tríamcínólón tilheyrir flokki 2, næstmildasta flokknum. Verkunartími þess er tiltölulega langur miðað við önnur skyld lyf. Nýstatín er sveppalyf og vinnur á móti mörgum tegundum sveppa og gersveppa. Neómýcín og gramicidín eru sýklalyf, virk gegn mörgum tegundum baktería.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Útvortis, smyrsli

Venjulegar skammtastærðir:
Notist samkvæmt leiðbeiningum frá lækni

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir ástandi sjúklings.

Verkunartími:
Ekki þekkt.

Geymsla:
Geymið við stofuhita þar sem börn ná hvorki til né sjá.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafið samband við lækninn eða eitrunardeild Landspítalans í síma 543 2222.

Langtímanotkun:
Lyf með líku innihaldi eru eingöngu ætluð til skammtímanotkunar. Langtímanotkun húðlyfja sem innihalda stera getur valdið húðþynningu og meiri hætta er á að aðrar aukaverkir lyfsins komi fram.


Aukaverkanir

Lyfið hefur ekki verið rannsakað með tilliti til aukaverkana. Ofnæmi fyrir neómýcíni getur valdið krossofnæmi fyrir öðrum skyldum sýklalyfjum. Leitaðu strax til læknis ef vart verður aukaverkana. Eftirfarandi aukaverkanir eru taldar hugsanlegar en listinn er ekki tæmandi.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Almenn steraáhrif      
Húðþynning        
Ofnæmi, jafnvel ofnæmislost      
Sýking í húð      
Útbrot og mikill kláði      

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • hvort þú sért með sykursýki
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með magasár
  • þú sért með ofnæmi fyrir einhverjum lyfjum
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með berkla

Meðganga:
Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á þessu lyfi. Nokkur hætta er á því að lyfið hafi áhrif á fóstur. Því ætti ekki að nota lyfið á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk. Því ætti ekki að nota lyfið samhliða brjóstagjöf.

Íþróttir:
Innihaldsefnin eru ekki bönnuð við æfingar og í keppni.

Annað:
TNG er forskriftarlyf lækna og því eru engar upplýsingar um lyfið í Sérlyfjaskrá.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.