Tibinide

Lyf gegn Mycobacteriaceae tegundum | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Ísóníazíð

Markaðsleyfishafi: Recip | Skráð: 1. júlí, 2005

Ísóníazíð er berklalyf og er notað ásamt rífampicíni eða öðru berklalyfi sem fyrsti valkostur í berklameðferð. Ísóníazíð er virkt gegn M. tuberculosis og M. bovis, bakteríum sem valda berklum. Óvenjulegar mycobakteríur eru stundum næmar fyrir lyfinu. Haga skal meðferð í samræmi við þol en mikil hætta er á þolmyndun ef ísóníazíð er notað eitt og sér og því skal ávallt nota ísóníazíð samhliða öðrum berklalyfjum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
5 mg á hvert kg líkamsþyngdar einu sinni á dag. Töflurnar takist inn á fastandi maga.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið byrjar strax að verka en það þarf þó að taka í a.m.k. 6 mánuði samfellt og allt upp í 9 mánuði ef þörf er á.

Verkunartími:
12-24 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki skal hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni. Hugsanleg einkenni ofskömmtunar eru krampar, vöðvakippir umhverfis augu, sundl, eyrnasuð, skjálfti, náladofi, ofskynjanir, skert meðvitund, öndunarbæling/stöðvun, einkenni frá hjarta, ógleði, uppköst og hiti.

Langtímanotkun:
Engin þekkt áhætta er af langtímanotkun.


Aukaverkanir

U.þ.b. 5% sjúklinga finna fyrir aukaverkunum. Þær algengustu eru áhrif á lifrarstarfsemi, ofnæmi og aukaverkanir á taugakerfi.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Gula          
Hiti          
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir        
Ógleði, sundl          
Útbrot          
Vöðvakrampar          

Milliverkanir

Sýrubindandi lyf geta minnkað áhrif ísóníazíðs.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu. Ekki taka nein lyf á fyrstu 3 mánuðum meðgöngu nema í samráði við lækni.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.

Börn:
Skammtar eru háðir líkamsþyngd.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Eykur eiturverkanir en ef lyfið er tekið rétt og áfengi notað í litlum skömmtum ætti það ekki að hafa áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Ráðlagt er að taka B6-vítamín (pýridoxín) samhliða inntöku lyfsins.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.