Ticagrelor Krka

Segavarnarlyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Ticagrelor

Markaðsleyfishafi: Krka | Skráð: 20. janúar, 2021

Ticagrelor Krka inniheldur virka efnið ticagrelor. Það tilheyrir lyfjaflokki sem kallast blóðflöguhemjandi lyf. Ticagrelor er notað samhliða asetýlsalisýlsýru (sem er annað blóðflöguhemjandi lyf) hjá fullorðnum eingöngu. Lyfið er gefið einstaklingum sem hafa fengið hjartaáfall, fyrir meira en ári síðan. Lyfið minnkar líkurnar á öðru hjartaáfalli, heilaslagi eða andláti af öðrum sjúkdómum sem tengist hjartanu eða æðum. Brilique verkar á svokallaðar blóðflögur. Þessar örlitlu frumur í blóðinu aðstoða við að stöðva blæðingu með því að loða saman og mynda þannig tappa í örsmá göt í særðum eða skemmdum æðum. Blóðflögur geta einnig myndað tappa innan í sjúkum æðum í hjarta eða heila.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
1 tafla 2svar á dag í allt að 12 mánuði.

Verkunartími:
Um 7-10 dagar.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu næsta skammt á venjulegum tíma. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Aukin hætta er á blóðtappamyndun þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafa skal samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (543 2222). Ofskömmtun getur lengt blæðingartíma.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða, en reglulegt eftirlit hjá lækni er nauðsynlegt.


Aukaverkanir

Ticagrelor hefur áhrif á blóðstorknun, svo flestar aukaverkanir tengjast blæðingum. Blæðingar geta orðið í öllum hlutum líkamans. Sumar blæðingar eru algengar (svo sem marblettir og blóðnasir). Alvarlegar blæðingar eru sjaldgæfar, en geta verið lífshættulegar.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Höfuðverkur, sundl          
Magaóþægindi, ógleði, harðlífi, niðurgangur          
Mæði          
Slappleiki eða doði í höndum eða fótum        
Útbrot, kláði          
Yfirlið        
Blæðing í heila eða innan höfuðkúpu      

Milliverkanir

Lyfið getur milliverkað við ýmis lyf. Listinn er ekki tæmandi.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú hafir blæðingartilhneigingu
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með lifrarsjúkdóm
  • þú hafir fengið heilablóðfall eða heilablæðingu

Meðganga:
Notkun er ekki ráðlögð ef þú ert barnshafandi eða getur orðið barnshafandi. Konur eiga að nota örugga getnaðarvörn til að koma í veg fyrir þungun meðan þær taka þetta lyf.

Brjóstagjöf:
Ræddu við lækninn áður en þú tekur lyfið ef þú ert með barn á brjósti. Hann mun ræða við þig um ávinning og áhættu ef lyfið er notað á þessum tíma.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Akstur:
Ekki er talið líklegt að lyfið hafi áhrif á getu til aksturs eða notkunar véla. Gættu varúðar við akstur eða notkun véla ef þú finnur fyrir sundli eða ringlun meðan á töku lyfsins stendur.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.