Dabigatran etexilate Krka

Segavarnarlyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Dabigatran

Markaðsleyfishafi: Krka | Skráð: 12. desember, 2023

Dabigatran etexilate Krka er segavarnarlyf sem inniheldur virka efnið dabigatran etexílat. Lyfið er notað hjá fullorðnum til að koma í veg fyrir myndun blóðtappa hjá þeim sem eru með ákveðna tegund af óreglulegum hjartslætti sem kallast gáttatif án hjartalokusjúkdóms og a.m.k. einn annan áhættuþátt til viðbótar. Lyfið er einnig notað hjá fullorðnum og börnum til meðferðar við blóðtöppum og til að koma í veg fyrir endurtekna blóðtappamyndun. Dabigatran etexílat er forlyf sem breytist í dabigatran i líkamanum. Dabigatran kemur í veg fyrir segamyndun með því að hindra efni sem tekur þátt í storkuferlinu og kallast trombín.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Hylki til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
150 mg (1 hylki) tvisvar á dag, einn skammt að morgni og einn skammt að kvöldi, u.þ.b. á sama tíma á hverjum degi. Bilið á milli skömmtunar þarf að vera eins nálægt 12 klukkustundum og mögulegt er.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Fljótlega eftir inntöku.

Verkunartími:
U.þ.b. sólarhringur.

Geymsla:
Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Það má taka skammtinn sem gleymdist allt að 6 klst fyrir næsta áætlaða skammt. Ef það eru minna en 6 klst í næsta skammt skal sleppa þeim skammt sem gleymdist, ekki á að tvöfalda skammta til að bæta upp fyrir þann sem gleymdist.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið skal taka eins og læknir segir til um. Ekki skal hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafa skal samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (543 2222).

Langtímanotkun:
Lyfið er ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Blóðnasir          
Blæðing          
Hárlos          
Meltingartruflanir          
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar      
Ógleði, uppköst, niðurgangur          
Vélindabakflæði          

Milliverkanir

Látið lækni vita af öllum lyfjum sem þú tekur. Jóhannesarjurt getur milliverkað með lyfinu og því á ekki að taka hana á meðan meðferð stendur.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með magabólgur eða bólgusjúkdóm í þörmum
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú hafir blæðingartilhneigingu
  • þú hafir fengið hjartaáfall
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með gervihjartalokur

Meðganga:
Áhrif lyfsins á fóstur eru ekki þekkt. Forðast skal að nota lyfið á meðgöngu og að verða þunguð á meðan meðferð stendur.

Brjóstagjöf:
Það má ekki vera með barn á brjósti á meðan meðferð með lyfinu stendur.

Börn:
Lyfið er ætlað börnum 8 ára og eldri. Ráðlagður skammtur fer eftir þyngd og aldri.

Eldra fólk:
Minni skammtar eru ráðlagðir fyrir 80 ára og eldri, 110 mg tvisvar á dag.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.