Evra

Getnaðarvörn | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Etinýlestradíól Norelgestrómín

Markaðsleyfishafi: Gedeon Richter Plc. | Skráð: 1. nóvember, 2003

Evra inniheldur tvö virk efni (hormón), norelgestrómín og etinýlestradíól. Plásturinn er ætlaður konum á barneignaraldri sem getnaðarvörn. Aðalverkunarmáti lyfsins er að hindra egglos en breytingar á leghálsslími og legslímu stuðla hugsanlega að verkun lyfsins. Etinýlestradíól hefur sömu áhrif og kvenhormónið estradíól en estradíól er áhrifamest og algengast af estrógenunum. Norelgestrómín hefur sömu áhrif og kvenhormónið prógesterón.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Forðaplástur á húð.

Venjulegar skammtastærðir:
Meðferð hefst á 1. degi tíðablæðinga. 1 plástur er settur á líkamann og hafður þar í 7 daga. Skipt um plástur á sama degi í hverri viku. Fjórða vikan er plástursfrí en hún byrjar á 22. degi tíðahrings. Síðan er þetta endurtekið. Fara þarf nákvæmlega eftir leiðbeiningunum til að ná hámarksvirkni.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Verkun er frá 1. degi ef byrjað er á 1. degi blæðinga.

Verkunartími:
Meðan plásturinn er á húðinni.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Á 1. viku: Leyð og þú mannst eftir því skalltu setja plásturinn á þig og hafa hann á húðinni í 7 daga. Þá er kominn nýr "skiptidagur" og nota skal aðra getnaðarvörn sem inniheldur ekki hormóna (t.d. smokk) samhliða fyrstu 7 dagana. Á 2. eða 3. viku: Ef gleymist að skipta um plástur innan 48 klst þá er settur nýr plástur á húðina um leið og þú mannst eftir því en næsti plástur er settur á á venjulegum "skiptidegi". Ef plásturinn var notaður rétt í 7 daga fyrir 1. dag sem sleppt var úr er ekki þörf á viðbótargetnaðarvörn. Ef það hefur liðið meira en 48 klst. skal stöðva núverandi meðferðarhring og byrja strax á nýjum fjögurra vikna meðferðarhring með nýjum plástri. Nú er kominn nýr skiptidagur og nýr 1. dagur. Nota skal aðra getnaðarvörn sem inniheldur ekki hormóna samhliða meðferðinni fyrstu 7 dagana. Á 4. viku: Ef gleymist að fjarlægja plásturinn í byrjun 4. viku skal fjarlægja hann eins fljótt og auðið er. Næsti meðferðarhringur skal hafinn á hinum venjulega skiptidegi (29. dagur = 1. dagur). Ekki er þörf á frekari getnaðarvörn.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má notkun getnaðarvarnalyfja hvenær sem hentar.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Á ekki við.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða en ráðlegt er að fara reglulega í eftirlit hjá lækni. Ákveðið nánar í samráði við lækni.


Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanir lyfsins eru einkenni í brjóstum, höfuðverkur, viðbrögð á plásturstað og ógleði.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Bólga eða verkir í fótum eða nára, verkur fyrir brjósti      
Erting á plástursstað          
Eymsli í vöðvum og liðamótum          
Flensulík einkenni, sýkingar          
Gula, mjög mikill kláði      
Höfuðverkur, mígreni          
Kviðverkir, niðurgangur og meltingartruflanir          
Mæði, mjög mikill höfuðverkur, sjóntruflanir      
Ógleði og uppköst          
Spenna í brjóstum          
Svimi, þreyta          
Tíðaverkir, óreglulegar eða miklar blæðingar          
Útbrot, kláði          
Þunglyndi, skapsveiflur          
Þyngdaraukning          

Milliverkanir

Lyf sem hafa í för með sér aukna úthreinsun kynhormóna geta leitt til milliblæðinga og þess að getnaðarvörnin bregst. Jóhannesarjurt og ginseng geta haft áhrif á virkni lyfsins.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • einhver í ættinni sé með sykursýki, hjarta- eða æðasjúkdóm
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með bólgusjúkdóm í þörmum
  • þú sért með háan blóðþrýsting, hjarta- eða æðasjúkdóm
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með mígreni
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með rauða úlfa (lupus)
  • þú sért með sykursýki
  • þú hafir fengið krampa eða sért með flogaveiki
  • þú reykir
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með eða hefur fengið brisbólgu
  • þú sért með blæðingar frá fæðingarvegi af óþekktum ástæðum

Meðganga:
Lyfið á ekki að nota á meðgöngu. Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum. Hætta á því að lyfið hafi áhrif á fóstur er þó talin hverfandi í þeim skömmtum sem það er notað.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið. Samsett getnaðarvarnarlyf geta dregið úr magni og gæðum brjóstamjólkur.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað stúlkum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Lyfið er ekki ætlað konum eldri en 45 ára.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Skoðið plásturinn daglega með augum til að tryggja fullnægjandi viðloðun. Ekki skal nota húðvörur á húðsvæðið þar sem plásturinn er staðsettur til að koma í veg fyrir að viðloðunareiginleikar plástursins dvíni. Ef plásturinn losnar að hluta til eða dettur alveg af losna ófullnægjandi lyfjaskammtar.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.