Furadantin

Sýklalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Nítrófúrantóín

Markaðsleyfishafi: Viatris ApS | Skráð: 1. mars, 2004

Furadantin, sem inniheldur virka efnið nítrófúrantóín, er notað við þvagfærasýkingum. Það skaðar erfðaefni baktería og hemur þannig vöxt margra tegunda sem algengt er að valdi sýkingum í þvagfærum. Eftir inntöku safnast lyfið fyrir í þvagi en er aðeins í litlu magni annars staðar í líkamanum. Það er því ekki nothæft við öðrum sýkingum. Ónæmi baktería fyrir lyfinu er sjaldgæft enn sem komið er. Æskilegt er að nota ekki lyfið nema áður hafi verið gengið úr skugga um að þær bakteríur sem valda sýkingunni séu næmar fyrir því.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir, bráð sýking: 50-100 mg í senn 3-4 sinnum á dag. Fyrirbyggjandi: 50-100 mg að kvöldi. Börn eldri en 1 mánaða: 3 mg á hvert kg líkamsþyngdar á dag í 2-3 skömmtum. Töflurnar takist með mat. Má mylja þær.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
2½-4½ klst. eftir inntöku.

Verkunartími:
5-8 klst. eftir stakan skammt.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef lyfið er tekið 3svar eða oftar á dag skal láta líða 2-4 klst. milli þeirra skammta sem á eftir að taka þann daginn. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ef læknir hefur ekki tekið annað fram skal ljúka þeim skammti sem er úthlutað, jafnvel þó að einkenni sýkingarinnar séu horfin. Ef töku lyfsins er hætt of snemma getur sýkingin náð sér aftur á strik.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef stórir skammtar eru teknir eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Fylgjast þarf reglulega með áhrifum lyfsins á lungu.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Gula          
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir        
Mæði        
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú þjáist af blóðleysi
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með lungnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með sykursýki
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu. Ekki nota lyfið rétt fyrir fæðingu né rétt eftir.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 1 mánaða.

Eldra fólk:
Viðkvæmara fyrir aukaverkunum lyfsins á lungu.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.