TREVICTA

Sefandi lyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Paliperídón

Markaðsleyfishafi: Janssen-Cilag | Skráð: 1. nóvember, 2016

TREVICTA inniheldur virka efnið paliperidon sem er í flokki geðrofslyfja og er notað sem viðhaldsmeðferð við einkennum geðklofa hjá fullorðnum sjúklingum. Ef þú hefur svarað vel meðferð með paliperidon palmitat stungulyfi sem er gefið einu sinni í mánuði er hugsanlegt að læknirinn hefji meðferð með TREVICTA. Geðklofi er sjúkdómur með „jákvæð“ og „neikvæð“ einkenni. Jákvæð einkenni merkir einkenni umfram þau sem venjulega eru til staðar. Sem dæmi geta þeir sem eru með geðklofa heyrt raddir eða séð ýmislegt sem er ekki til staðar (kallað ofskynjanir), haldið ýmislegt sem er ekki rétt (kallað ranghugmyndir) eða verið óvenjulega tortryggnir í garð annarra. Neikvæð einkenni merkir að atferli og tilfinningar eru ekki til staðar eins og venjulega. Sem dæmi geta þeir sem eru með geðklofa virst hlédrægir og þeir bregðast e.t.v. alls ekki við tilfinningalega eða geta átt erfitt með að tala á skýran og rökréttan hátt. Fólk með þennan sjúkdóm getur verið þunglynt, kvíðið, með sektarkennd eða taugaspennt. TREVICTA getur hjálpað til við að draga úr einkennum sjúkdómsins og minnkað líkurnar á að einkennin komi til baka.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf með forðaverkun í vöðva.

Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru ákvæðinr af lækni. Heilbrigðisstarfsfólk skal sjá um lyfjagjöfina.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Verkun kemur fram á fyrsta degi.

Verkunartími:
A.m.k. 4 mánuðir.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Lyfið getur valdið þyngdaraukningu og því er ráðlegt að sneiða hjá orkuríkri fæðu. Fæða hefur ekki áhrif á verkun lyfsins, og að öðru leyti þarf ekki að breyta mataræði.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við eða undir stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Hafðu samband við þinn lækni.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Sjúkdómseinkenni geta aftur komið fram þegar hætt er að taka lyfið. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Lyfið er gefið undir læknisfræðilegu eftirliti og líkur á ofskömmtun eru þess vegna hverfandi. Þú gætir fundið fyrir syfju, þreytu, óeðlilegum líkamshreyfingum, jafnvægistruflunum, lækkuðum blóðþrýstingi, óeðlilegum hjartslætti og erfiðleikum við gang.

Langtímanotkun:
Merki um síðkomna hreyfitruflun (tardive dyskinesia) getur komið fram við langtímanotkun og þarf hugsanlega að minnka skammta eða hætta meðferð vegna þeirra. Endurmeta skal þörf fyrir áframhaldandi meðferð reglulega. Eins skal fylgjast með líkamsþyngd.


Aukaverkanir

Lyfið er eitt af svokölluðum umbrotsefnum lyfsins risperídóns. Þess vegna er ekki hægt að útiloka að aukaverkanir risperídóns eigi líka við þetta lyf.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hraður hjartsláttur, hár blóðþrýstingur          
Hækkun á blóðsykri          
Höfuðverkur, sundl          
Martraðir          
Mikill hiti, vöðvastirðleiki og ójafnvægi      
Niðurgangur, hægðatregða          
Ristruflun og brjóstastækkun hjá körlum          
Svefnhöfgi, slæving, skjálfti, kyrrðaróþol          
Svefnleysi          
Sýking í efri öndunarvegi          
Uppköst, kviðverkir          
Útbrot          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Yfirlið, flogakrampar        
Æsingur, ógleði          
Þreyta, þróttleysi          
Þyngdaraukning          
Tannverkir          
Bakverkur, verkur í útlim          
Herslismyndun og verkur á stungustað          

Milliverkanir

Lyfið skal nota með varúð samhliða öðrum lyfjum sem hafa sambærileg áhrif í heila, t.d. kvíðastillandi lyfjum, flestum geðrofslyfjum, svefnlyfjum, ópíötum, andhistamínum sem og áfengi. Ásamt því skal gæta varúðar þegar lyfið er notað samhliða öðrum lyfjum sem lækka blóðþrýsting því blóðþrýstingslækkun er algeng aukaverkun lyfsins. Einnig er mælt með að varúðar sé gætt ef lyfið er notað samhliða lyfjum sem lækka krampaþröskuld t.d. flogaveikilyf. Jóhannesarjurt getur hugsanlega haft áhrif á verkun lyfsins.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
  • þú sért með sykursýki
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með flogaveiki eða hafir fengið flog
  • þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm eða fjölskyldusögu um slíkt
  • þú sért með parkinsonsveiki eða vitglöp (Alzheimer)
  • þú hafir einhvern tíma verið með óeðlilegar hreyfingar tungu eða í andliti

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum. Ekki skal nota lyfið nema brýna nauðsyn beri til.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammatastærðir.

Akstur:
Lyfið getur valdið sjóntruflunum og skert aksturshæfni. Ekki skal aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.