Toilax

Hægðalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt. Heimilt er að selja takmarkað magn af lyfinu í lausasölu

Virkt innihaldsefni: Bisakódýl

Markaðsleyfishafi: Orion Pharma | Skráð: 1. desember, 1972

Toilax inniheldur bisakódýl sem hefur hægðalosandi áhrif. Það ertir þarmavegginn og örvar með því hreyfingar í þörmunum. Bisakódýl er notað til að tæma þarma fyrir skurðaðgerðir eða speglun. Það er einnig notað við tilfallandi hægðatregðu. Ef bisakódýl er notað lengi getur það skaðað eðlilegar hreyfingar í þörmunum og sjúklingur orðið háður notkun hægðalyfja.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Innhellislyf í endaþarm og sýruhjúptöflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Innhellislyf: Fullorðnir og börn eldri en 3ja ára: Innihaldi einnar túpu er þrýst í endaþarm. Sýruhjúptöflur, fullorðnir: 5-10 mg fyrir svefn. Börn eldri en 3ja ára: 5 mg í einum skammti. Töflurnar gleypist heilar.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Töflur verka 6-12 klst. eftir inntöku. Innhellislyf verka venjulega mjög fljótt, eða eftir 5-15 mín.

Verkunartími:
Misjafn eftir lyfjaformi og ástandi sjúklings.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Lyfið er ekki tekið að staðaldri.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er ekki tekið að staðaldri.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulegir ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Lyfið hentar ekki til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Aukaverkanir lyfsins eru vægar og tiltölulega sjaldgæfar.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Magaverkir          
Ógleði          

Milliverkanir

Samtímis notkun þvagræsilyfja, hjartaglýkósíða eða barkstera getur valdið auknu ójafnvægi í saltbúskap líkamans. Samtímis notkun sýrubindandi lyfja eða mjólkurafurða getur dregið úr sýruþoli töfluhúðarinnar og leitt til meltingartruflunar og magaóþæginda.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu. Ekki taka nein lyf á fyrstu 3 mánuðum meðgöngu nema í samráði við lækni.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Minni skammtar eru notaðir. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 10 ára nema samkvæmt læknisráði.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Ekki er æskilegt að aka bíl fyrr en áhrif lyfsins eru liðin hjá.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.