Amiloride / HCT Alvogen

Þvagræsilyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Amílóríð Hýdróklórtíazíð

Markaðsleyfishafi: Ratiopharm | Skráð: 1. maí, 2013

Amiloride / HCT Alvogen (gamalt heiti Diuramin og Diuramin Mite) inniheldur tvö virk efni, amílóríð og hýdróklórtíazíð. Hýdróklórtíazíð hefur blóðþrýstingslækkandi verkun. Það eykur einnig þvagmyndun í nýrum og losar líkamann við vökva. Samfara aukinni vatnslosun eykur hýdróklórtíazíð útskilnað margra salta, aðallega kalíums. Við það getur jafnvægi salta í líkamanum raskast. Amílóríð eykur þvagmyndun og hefur áhrif á útskilnað salta með þvagi. Amílóríð er hins vegar kalíumsparandi, það minnkar útskilnað kalíums og eykur útskilnað natríums. Þegar þessi tvö virku efni eru notuð saman, eins og hér er gert, er komið í veg fyrir kalíumtap af völdum hýdróklórtíazíðs. Þess vegna er óþarfi að taka inn kalíum aukalega með þessu lyfi og í raun á að forðast það. Lyfið er notað við háþrýstingi, skertri hjartastarfsemi og skorpulifur með bjúgi.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Venjulegur upphafsskammtur við öllum ábendingum er 2,5 mg af amiloridi og 25 mg af hydrochlorothiazidi einu sinni á dag. Hámarksskammtur er 10 mg af amiloridi og 100 mg af hydrochlorothiazidi á dag. Takist með vatnsglasi að morgni á fastandi maga.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Um 2 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Forðastu mat sem inniheldur mikið kalíum, t.d. þurrkaða ávexti og heilsusalt sem svo er nefnt.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ekki er ástæða til að hafa áhyggjur ef einn skammtur gleymist. Best er að taka skammtinn um leið og þú manst eftir honum en óæskilegt er að taka lyfið að kvöldi þar sem það getur kallað á tíð þvaglát um nóttina. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Einkenni sjúkdóms geta aftur komið fram þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru mjög stórir skammtar eða vart verður við óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Yfirleitt án vandkvæða, en æskilegt er að fylgst sé reglulega með nýrnastarfsemi og jafnvægi salta í líkamanum.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Gula          
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir        
Hjartsláttartruflanir          
Höfuðverkur, svimi, þreyta og máttleysi          
Kviðverkir, niðurgangur          
Mæði          
Ógleði, lystarleysi          
Rugl          
Svartar eða blóðugar hægðir, blóð í þvagi        
Útbrot, kláði          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Verkir í útlimum          
Verkur fyrir brjósti        
Þvagtregða          

Milliverkanir

Tíazíð þvagræsilyf geta skert glúkósaþol og því getur þurft að aðlaga skammta sykursýkilyfja, þ.m.t. insúlíns. Samtímis notkun náttúrulyfsins ginkgo getur valdið hærri blóðþrýstingi.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með rauða úlfa (lupus)
  • þú sért með sykursýki
  • þú sért með þvagtregðu
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Nokkur hætta er á því að lyfið hafi áhrif á fóstur.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur valdið svima og þar með haft áhrif á aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Veldur einnig auknum vökvaútskilnaði og því eru meiri líkur á vökvaskorti og timburmönnum. Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Bannað í og utan keppni.

Annað:
Húðin getur verið viðkvæmari fyrir sterku sólarljósi á meðan lyfið er tekið.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.