Exjade

Önnur lyf, ýmis konar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Deferasirox

Markaðsleyfishafi: Novartis Europharm | Skráð: 1. mars, 2017

Exjade inniheldur virka efnið deferasirox. Það klóbindur járn og er notað til að fjarlægja umframjárn úr líkamanum (einnig kallað járnofhleðsla). Það fangar og fjarlægir umframjárn, sem síðan skilst svo aðallega út úr líkamanum í hægðum. Endurteknar blóðgjafir geta verið nauðsynlegar sjúklingum með ýmsar tegundir blóðleysis (til dæmis dvergkornablóðleysi, sigðkornablóðleysi eða mergrangvaxtarheilkenni). Endurteknar blóðgjafir geta hins vegar valdið því að of mikið járn hleðst upp í líkamanum. Þetta gerist vegna þess að blóðið inniheldur járn og líkaminn getur ekki með náttúrulegum hætti losað sig við það umframjárn sem hann fær með blóðgjöfunum. Járn getur einnig hlaðist upp með tímanum hjá sjúklingum með dvergkornablóðleysi sem ekki er háð blóðgjöfum, einkum vegna aukins frásogs járns úr fæðunni sem er svörun líkamans við of fáum blóðfrumum. Með tímanum getur of mikið járn skaðað mikilvæg líffæri, t.d. lifrina og hjartað. Lyf sem klóbinda járn eru notuð til að fjarlægja umframjárnið og draga úr hættunni á því að það skaði líffærin. Exjade er notað til meðferðar við langvarandi járnofhleðslu vegna tíðra blóðgjafa hjá sjúklingum, 6 ára og eldri, með beta-dvergkornablóðleysi. Exjade er einnig notað til meðferðar við langvarandi járnofhleðslu þegar ekki má nota deferoxamin eða meðferð með því er ófullnægjandi hjá sjúklingum með alvarlegt beta-dvergkornablóðleysi ásamt járnofhleðslu vegna blóðgjafa sem ekki eru tíðar, hjá sjúklingum með aðrar tegundir blóðleysis og hjá börnum á aldrinum 2 til 5 ára. Exjade er einnig notað, þegar ekki má nota deferoxamin eða meðferð með því er ófullnægjandi, til meðferðar hjá sjúklingum, 10 ára og eldri, sem eru með járnofhleðslu sem tengist dvergkornablóðleysi, en eru ekki háðir blóðgjöfum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku

Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru einstaklingsbundir. Taka á töflurnar á fastandi maga. Að minnsta kosti 30 mínútur eiga að líða áður en fæðu er neytt.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Getur verið breytilegt

Verkunartími:
Um 2 sólarhringar.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef gleymist að taka einn skammt skal taka hann eins fljótt og eftir því er munað. Takið næsta skammt samkvæmt áætlun. Ekki á að tvöfalda skammt daginn eftir til að bæta upp töflu(r) sem gleymst hefur að taka.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hættið ekki að nota lyfið nema læknirinn ráðleggi það. Sé hætt að nota lyfið fer umframjárnið ekki lengur úr líkamanum.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafir þú tekið of stóran skammt, eða ef einhver annar tekur töflurnar inn fyrir slysni, skal strax hafa samband við lækni eða sjúkrahús til að fá frekari upplýsingar. Hafðu meðferðis umbúðir lyfsins. Nauðsynlegt getur verið að veita læknismeðferð. Sími eitrunarmiðstöðvar Landspítala er 543 2222.

Langtímanotkun:
Lyfið er ætlað tl langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Blóðug uppköst eða blóð í hægðum        
Brisbólga: Hiti og kviðverkir        
Brjóst- og kviðverkir          
Gula, dökklitað þvag og flensulík einkenni          
Heyrnaskerðing        
Minnkuð sjón          
Minnkuð þvaglát        
Ofnæmi, roði, útbrot og kláði í húð        
Sundl          
Svartar eða blóðugar hægðir        

Milliverkanir

Ekki má nota lyfið með öðrum lyfjum sem klóbinda járn. Lyfið getur dregið úr verkun getnaðarvarna sem innihalda hormóna. Mælt er með notkun viðbótargetnaðarvarnar eða nota smokka.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með hjarta-, lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna

Meðganga:
Ekki er mælt með notkun á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til.

Brjóstagjöf:
Leitaðu ráða hjá lækninum áður en lyfið er notað.

Börn:
Ekki er mælt með notkun lyfsins fyrir börn yngri en tveggja ára.

Eldra fólk:
Sömu skammtar en geta fengið meiri aukaverkanir.

Akstur:
Lyfið hefur lítil áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Sjúklingar sem finna fyrir sundli, sem er sjaldgæf aukaverkun, eiga að gæta varúðar við akstur og notkun véla

Annað:
Með reglulegu millibili meðan á meðferðinni stendur verða tekin blóð- og þvagsýni. Með þeim er haft eftirlit með járnmagni í líkamanum (magni ferritins í blóði) til að fylgjast með því hve vel meðferðin verkar. Með sýnunum er einnig fylgst með nýrnastarfseminni (magni kreatíníns í blóði, hvort til staðar sé prótein í þvaginu) og lifrarstarfseminni (magni transamínasa í blóði). Læknirinn getur þurft að láta taka vefjasýni úr nýrum ef grunur er um verulegar nýrnaskemmdir. Einnig getur verið að framkvæmdar verði segulómun eða MRI (magnetic resonance imaging) rannsóknir til að ákvarða járnmagnið í lifrinni. Læknirinn hefur þessar rannsóknir til hliðsjónar þegar hann ákveður hvaða skammtur henti best og hann mun einnig nota þessar rannsóknir til að ákveða hvenær þú átt að hætta meðferð. Í öryggisskyni verða sjón og heyrn mæld árlega meðan á meðferð stendur.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.