Blóðsykursmæling

Almenn fræðsla Sykursýki

Get ég látið mæla hjá mér blóðsykurinn hjá ykkur þ.e. að fá úr því skorið hvort ég sé með sykursýki 2?

Lyfja starfrækir hjúkrunarþjónustu í Lyfju Lágmúla og Lyfju Smáratorgi alla virka daga. Opnunartími þjónustunnar er milli 8 og 5 alla virka daga í Lágmúla, og á milli 8 og 12:30 í Smáratorgi. 

Athugaði að þú þarft að vera fastandi til þess að sykursýkismælingin sé marktæk. Best er að koma að morgni án þess að hafa borðað morgunmat.