Vinnustaðurinn

Lyfja er skemmtilegur og líflegur vinnustaður þar sem nálægt 350 starfsmenn starfa eftir gildum fyrirtækisins en þau eru:


  • Áreiðanleiki   

Við stöndum við gefin loforð. Viðskiptavinir geta treyst vörunum og þjónustunni sem þeir fá í Lyfju. Gagnkvæmt traust er kjörorð okkar.  

  • Umhyggja  

Við uppfyllum þarfir viðskiptavina okkar, leysum úr öllum málum eftir bestu getu og berum virðingu hvert fyrir öðru. 

  • Metnaður  

Við leitum stöðugt nýrra tækifæra til að bæta þjónustu, vera framúrskarandi á sviði lyfjasmásölu og uppfylla betur þarfir starfsfólks og viðskiptavina.  

Hjá Lyfju starfar fólk með ólíkan bakrunn og menntun s.s. lyfjafræðingar, lyfjatæknar, förðunarfræðingar, snyrtifræðingar, hjúkrunarfræðingar, viðskiptafræðingar svo eitthvað sé nefnt. Það eru um 90% starfsmanna konur, meðalaldur er 39,7 ár og meðalstarfsaldur er 5,3 ár.

Lyfja er eftirsóknarverður vinnustaður þar sem ríkir góður starfsandi og leggjum við kapp á að öllum líði vel og að vinnuumhverfi sem og aðbúnaður sé eins og best verður á kosið.

Mikið fræðslustarf er hluti af því að reka góðan vinnustað og eru reglulega haldin námskeið til að auka þekkingu og færni starfmanna auk þess sem fyrirtækið veitir styrkir til sí- og endurmenntunar. Við leggjum áherslu á að starfsfólk okkar þróist og vaxi í starfi hjá fyrirtækinu.  

Lyfja hf. er með jafnréttisstefnu og leggur áherslu á að sérhver starfsmaður fyrirtækisins sé metinn á eigin forsendum, hafi jafna möguleika og njóti sömu réttinda í starfi og til starfsframa óháð kyni, aldri, uppruna eða lífsstíl.  Haustið 2015 fékk Lyfja hf. jafnlaunavottun VR og í febrúar 2018 fékk Lyfja hf. síðan jafnlaunavottun Velfarnaðarráðuneytisins og var á meðal 20 fyrstu fyrirtækja á Íslandi til að öðlast þá vottun. 

Öflugt starfsmannafélag sér til þess að við skemmtum okkur reglulega saman.