Leitaðu í Lyfjabókinni

Hér finnur þú öll skráð lyf á Íslandi sem seld eru í apótekum

Lengd >= 10mm ?
Breidd > 10mm ?
Þvermál >= 10mm ?

Lyfjaskömmtun

Lyfjaskömmtun er góður kostur fyrir þá sem taka lyf að staðaldri á ólíkum tímum dagsins eða vikunnar. Nánar

LYFJU APPIÐ

Nú getur þú pantað lyfin þín á netinu til að flýta fyrir afgreiðslu lyfseðla. Hægt er að sækja lyfin eða fá lyfin send heim á helstu þéttbýlisstöðum landsins. Nánar

Ríflúxín

Ríflúxín 680/80 mg tuggutöflur innihalda virku efnin kalsíumkarbónat og magnesiumkarbónati og tilheyrir flokki lyfja sem kallast sýrubindandi lyf.
Ríflúxín er sýrubindandi tafla með myntubragði sem hlutleysir magasýru í líkamanum. Ríflúxín er notað til meðferðar á brjóstsviða og tengdum einkennum, t.d. magaóþægindum og sýrubakflæði. Þegar magainnihald rennur til baka upp í vélinda er það kallað bakflæði. Einkennin geta verið mismunandi en helstu einkennin er t.d. brjóstsviði og uppþemba. Einkenni versna oft eftir máltíðir, þegar lagst er útaf eða beygt sig. Bakflæði orsakast af því að hringvöðvinn á milli vélinda og maga starfar ekki eðlilega. Þetta getur verið vegna ofþyngdar, þindarslits eða meðgöngu. Ákveðnar fæðutegundir geta aukið sýruframleiðsluna í maganum eins og sterkur eða feitur matur. Ákveðnar fæðutegundir veikja hringvöðvann sjálfann t.d. kaffi, áfengi, súkkulaði og nikótín (heilsuvera.is)

Ríflúxín er ætlað fullorðnum og unglingum eldri en 12 ára. Töflurnar má annað hvort sjúga eða tyggja. Ef einkenni eru viðvarandi þrátt fyrir meðferð í 7 daga samfellt eða það dregur aðeins úr einkennum að hluta, skaltu leita læknisaðstoðar. Ef einkenni koma fram af og til og þörf er á tíðri gjöf lyfsins, skaltu ráðfæra þig við lækni.

Skammtastærðir:
• Fullorðnir og unglingar (eldri en 12 ára): 1-2 töflur, helst 1 klukkustund eftir máltíð og fyrir svefn.
• Að hámarki 11 töflur á dag.

Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára. Taka má Ríflúxín á meðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur ef þær eru teknar samkvæmt leiðbeiningum. Lyfið ætti ekki að taka með miklu magni af mjólk eða mjólkurvörum.

 
Einstaklingar með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverjum hjálparefnanna ættu ekki að taka lyfið. Sjúklingar með blóðkalsíumhækkun og/eða sjúkdóma sem valda blóðkalsíumhækkun, nýrasteinakvilla, alvarlega nýrnaskerðingu eða blóðfosfatlækkun ættu ekki að taka lyfið.

Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is

Markaðsleyfishafi Alvogen ehf. Smáratorgi 3 201 Kópavogur Ísland
RIF.L.A.2024.0006.01


Þetta vefsvæði byggir á Eplica

Til þess að hægt sé að virkja netspjall Lyfju þarf að veita leyfi fyrir notkun á tölfræðikökum, þar sem þær eru forsenda þess að spjallið virki rétt.

Virkja netspjall Loka