Leitaðu í Lyfjabókinni

Hér finnur þú öll skráð lyf á Íslandi sem seld eru í apótekum


Lyfjaskömmtun

Lyfjaskömmtun er góður kostur fyrir þá sem taka lyf að staðaldri á ólíkum tímum dagsins eða vikunnar.

Nánar

LYFJU APPIÐ

Nú getur þú pantað lyfin þín á netinu til að flýta fyrir afgreiðslu lyfseðla. Hægt er að sækja lyfin eða fá lyfin send heim á helstu þéttbýlisstöðum landsins.

Nánar

Nicorette QuickMist og Nicorette QuickMist Cool Berry

Nicorette QuickMist inniheldur nikótín

Nicorette QuickMist er ætlað til meðferðar við tóbaksfíkn hjá fullorðnum með því að draga úr fráhvarfseinkennum vegna nikótíns, þ.m.t. nikótínþörf þegar reynt er að hætta að reykja. Lokamarkmiðið er að hætta tóbaksnotkun endanlega. Helst á að nota Nicorette QuickMist samhliða atferlismeðferð ásamt stuðningi.

Yfirlitið hér að neðan sýnir ráðlagða áætlun fyrir notkun munnholsúðans við fulla meðferð (Þrep I) og á meðan dregið er úr notkun hans (þrep II og þrep III).

Þrep I:
1.-6. vika Notaðu 1 eða 2 úða (úðaskammta), á þeim tíma sem þú ert vanur/vön að reykja sígarettu eða þegar reykingalöngun gerir vart við sig. Notaðu einn úða til viðbótar ef löngunin hverfur ekki innan nokkurra mínútna eftir fyrsta úðann. Ef þörf er fyrir 2 úða má nota 2 úða í röð þegar næstu skammtar eru notaðir. Flest reykingafólk hefur þörf fyrir 1-2 úða á hálfrar til einnar klukkustundar fresti.

Þrep II:
7.-9. vika Byrjaðu að draga úr daglegum úðafjölda. Í lok 9. viku á aðeins að nota HELMINGINN af meðalfjölda úða sem notaður var daglega á I. þrepi meðferðarinnar.

Þrep III:
10.-12. vika Haltu áfram að draga úr daglegum úðafjölda, þannig að þú notir ekki fleiri en 4 úða á dag í 12. viku. Hætta á notkun munnholsúðans, þegar úðafjöldinn er kominn niður í 2-4 úða á dag.

Nota má allt að 4 úða á klukkustund. Notið ekki fleiri en 2 úða við hverja skömmtun og ekki fleiri en 64 úða (4 úða á klukkustund á 16 klukkustundum) á sólarhring.

Eftir hleðslu úðadælunnar er munnstykki skammtarans beint, eins nálægt og hægt er, að opnum munninum. Þrýsta skal ákveðið efst á skammtarann til þess að úða inn í munninn (1 úðaskammtur). Forðast skal að úða á varirnar. Forðast skal að anda að sér á meðan verið er að úða, til þess að úðinn berist ekki niður í öndunarveginn. Kyngið ekki í nokkrar sekúndur eftir notkun úðans, þannig næst bestur árangur. Hvorki skal borða né drekka meðan á notkun munnholsúðans stendur.

Einstaklingar yngri en 18 ára eiga ekki að nota Nicorette QuickMist

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica

Til þess að hægt sé að virkja netspjall Lyfju þarf að veita leyfi fyrir notkun á tölfræðikökum, þar sem þær eru forsenda þess að spjallið virki rétt.

Virkja netspjall Loka