Leitaðu í Lyfjabókinni

Hér finnur þú öll skráð lyf á Íslandi sem seld eru í apótekum


Lyfjaskömmtun

Lyfjaskömmtun er góður kostur fyrir þá sem taka lyf að staðaldri á ólíkum tímum dagsins eða vikunnar.

Nánar

LYFJU APPIÐ

Nú getur þú pantað lyfin þín á netinu til að flýta fyrir afgreiðslu lyfseðla. Hægt er að sækja lyfin eða fá lyfin send heim á helstu þéttbýlisstöðum landsins.

Nánar

Lausasölulyf : Betolvex

Betolvex er gefið við B12-vítamínskorti og þegar hætta er á slíkum skorti.

B12-vítamín er lífsnauðsynlegt vítamín t.d. fyrir eðlilega frumuskiptingu, eðlilega blóðmyndun og eðlilega starfsemi tauga. Skortur á B12-vítamíni getur t.d. valdið blóðskortssjúkdómum og/eða einkennum frá taugakerfi, t.d. skyntruflunum. Yfirleitt fæst B12-vítamín í litlu magni með fæðu. Dæmi um fæðu sem inniheldur B12- vítamín er rautt kjöt, innyfli dýra, mjólkurvörur og egg. Það frásogast í líkamanum fyrir tilstilli t.d. magasýru og sérstaks próteins sem myndast í slímhúð magans. Skortur á B12-vítamíni getur t.d. komið fram ef vítamínið getur ekki frásogast eðlilega í líkamanum úr fæðu. Ef inntaka hreins B12-vítamíns er aukin 100 falt (=1 tafla af Betolvex) frásogast nægilegt magn í líkamanum þrátt fyrir starfstruflanir í meltingarvegi. Eftir því sem við eldumst eykst hættan á B12- vítamínskorti. Einnig er hætta á að hjá grænmetisætum og þeim sem velja vegan lífsstíl geti skortur á B12- vítamíni komið fram þar sem aðal uppspretta B12- vítamíns kemur úr dýraríkinu. Ákveðin lyf og lyfjameðferðir hafa þekkt áhrif á upptöku B12- vítamíns. Áhrifin geta þó verið mismikil eftir lyfjum og þess hve reglulega þau eru notuð. 

Viðhaldsskammtar/fyrirbyggjandi meðferð: Venjulega 1 tafla á dag. Töflurnar skal helst taka á fastandi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. Útgnr. 123010


Þetta vefsvæði byggir á Eplica