Leitaðu í Lyfjabókinni

Hér finnur þú öll skráð lyf á Íslandi sem seld eru í apótekum


Lyfjaskömmtun

Lyfjaskömmtun er góður kostur fyrir þá sem taka lyf að staðaldri á ólíkum tímum dagsins eða vikunnar.

Nánar

LYFJU APPIÐ

Nú getur þú pantað lyfin þín á netinu til að flýta fyrir afgreiðslu lyfseðla. Hægt er að sækja lyfin eða fá lyfin send heim á helstu þéttbýlisstöðum landsins.

Nánar

Túfen

Túfen er saft í lausasölu til meðferðar við djúpum slímhósta. Túfen inniheldur 13,33 mg/ml af virka efninu guaifenesín sem er slímlosandi lyf. Það er ætlað til notkunar við einkennum sýkinga í efri hluta öndunarfæra með seigfljótandi slími. Guaifenesín hjálpar til við að létta á djúpum hósta með því að losa slím sem auðveldar að hósta því upp og opna þannig öndunarveginn. Djúpur slímhósti er einkenni sýkinga í efri hluta öndunarfæra sem getur orsakast af árstíðarbundnum pestum, svo sem kvefi, inflúensu, berkjubólgu o.s.frv. Einkenni djúps slímhósta geta verið hósti með uppgang, hnerri, nefrennsli, hálssærindi, óþælgindi við kyngingu og vægur hiti. Einkenni geta staðið yfir í 3-14 daga.

Túfen er fyrir fullorðna, unglinga og börn eldri en 6 ára. Túfen er ætlað til inntöku. Notið mæliglas sem fylgir með lyfinu. Taka má Túfen með eða án matar. Meðferðin skal vera eins stutt og mögulegt er. Hafa þarf samand við lækninn ef einkenni eru enn til staðar eftir 7 daga.

Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára mega taka allt að 15 ml á 4 klukkustunda fresti, 3 til 4 sinnum á dag. Börn á aldrinum 6 til 12 ára mega taka allt að 7,5 ml á 4 klukkustunda fresti, 3 til 4 sinnum á dag. Túfen er ekki ætlað til notkunar hjá börnum yngri en 6 ára. Ekki er þörf á að breyta skömmtum fyrir aldraða. Eitt glas af Túfen inniheldur 180 ml af saft.

Lyfið inniheldur alkóhól (etanól) í litlu magni. Einn skammtur af Túfen fyrir fullorðna (15 ml) samsvara 3 ml af léttvíni. Ekki skal nota þetta lyf við langvarandi eða krónískum hósta. Ekki er mælt með samhliða notkun með öðrum hóstastillandi lyfjum.

Einstaklingar sem hafa ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna, sjúklingar með sjaldgæf arfgeng vandamál eins og frúktósaóþol, sjúklingar með purpuraveiki og börn yngri en 6 ára mega ekki nota Túfen.

Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is

Markaðsleyfishafi Laboratoria QUALIPHAR N.V./S.A. Umboðsmaður á Íslandi: Alvogen ehf.

TUF.L.A.2023.0013.01


Þetta vefsvæði byggir á Eplica

Til þess að hægt sé að virkja netspjall Lyfju þarf að veita leyfi fyrir notkun á tölfræðikökum, þar sem þær eru forsenda þess að spjallið virki rétt.

Virkja netspjall Loka