Líttu við í hjúkrunarþjónustu Lyfju

Það getur komið sér vel að eiga aðgang að fagfólki utan sjúkrastofnana til að spara biðtíma og fyrirhöfn. Í Lyfju Lágmúla og Smáratorgi getur þú komið án þess að panta tíma og fengið hjúkrunarþjónustu eða ráðgjöf og afgreiðslu á tryggingatengdum vörum.

Staðsetning og afgreiðslutímar

Hjúkrunarþjónusta Lyfju Lágmúla og Smáratorgi er opin alla virka daga.

  • Lyfja Lágmúla: 8:00–16:00 virka daga
  • Lyfja Smáratorgi: 8:00–16:00 virka daga

Tímapantanir eru óþarfar

Í hjúkrunarþjónustu Lyfju getur þú fengið:

  • Eyrnahreinsun og heyrnarmælingu | NÝTT (Í Lágmúla)
  • Aðstoð við sprautugjöf
  • Saumatöku
  • Heilsufarsmælingu (verðskrá)
  • Aðstoð við sáraumbúðaskipti
  • Ráðgjöf um val á sáraumbúðum, hjúkrunarvörum og kennslu
  • Ráðgjöf og fræðslu um heilsueflingu
  • Val á hjúkrunarvörum og kennsla
  • Mæling og aðstoð við val á þrýstisokkum

Verð á þjónustu

 
 ÞJÓNUSTA
 ALMENNT   VERÐÖRYRKJAR OG ELDRI BORGARAR 
Sprautugjöf 1.229 kr. 995 kr.
Saumataka 1.229 kr. 995 kr.
Skipti á sáraumbúðum 790 kr. 690 kr.
Eyrnahreinsun og heyrnarmæling (Lágmúli)4.990 kr. 3.990 kr. 

Tryggingatengdar hjúkrunarvörur

Í boði er að panta hjúkrunarvörur hjá Lyfju Lágmúla í síma 533-2308 eða á netfangið hjukrun@lyfja.is eða hjá Lyfju Smáratorgi í síma 564-6400 eða á netfangið smaratorg.hjukrun@lyfja.is. Hægt er að sækja pantanir eða fá þær heimsendar að kostnaðarlausu um land allt. Afgreiðsla getur tekið 1-2 virka daga.

Hægt er að fá aðstoð við að endunýja vissar tryggingatengdar vörur eða athuga með heimild fyrir hjúkrunarvörum sé í gildi.

Stómavörur 

  • Pokar, plötur fyrir ileo-, colo- og urostómaþega (frá Coloplast og Convatec).
  • Fylgihlutir þ.e. húðverjandi, stómafestubúnaður, grisjur, lykteyðandi, hreinsibúnaður.

Fræðsla: OstomyThe Guardian Society , United Ostomy Associationwww.stoma.is

Stómavörur:  www.coloplast.dk , www.convatec.no


Barkastómavörur

  • Barkastómahlífar, barkastómasíur, rakanef, talventlar, innri-ventlar, kanilur.
  • Fylgihlutir, þ.e. húðverjandi, grisjur, hreinsibúnaður.

Fræðsla: Inhealth, Passy-muir
Barkastómavörur: Atosmedical


Þvagleggir

  • Aftöppunarþvagleggir, þvagpokar og festibúnaður, uridom (þvagsafnarar fyrir karlmenn).
  • Hjúkrunarþjónusta Lyfju er ekki með samninga við Sjúkratryggingar Íslands varðandi afgreiðslu inniliggjandi þvagleggja.

Þvagleggjavörur: www.coloplast.dk , www.wellspect.com


Næring 

  • Almenn næring frá Nutricia og Nestlé eins og t.d mjólkurdrykkir, djús, búðingar, Smoothie ofl.
  • Næring fyrir efnaskiptasjúkdóma frá P.K.U.

Fræðsla: Hammermuehle-online, pku.dk.
Næringavörur: www.nutricia.dk, www.nestle.com


Sykursýkisvörur

  • Vörur frá Bayer (Contour Next), LifeScan (OneTouch), Roch (AccuChek) og FORA DIAMOND og FORA 6.
  • Blóðsykurmælar, blóðsykurstrimlar, blóðhnífar (lancettur), stungubyssur, sprautur og nálar, þvagsykurstrimlar, sykurgel, þrúgusykur.

Fræðsla: Samtök sykursjúkra, Glucowatch, Glucometerdex

Sykursýkisvörur: blóðsykurmælar


Þrýstisokkar

  • Við bjóðum uppá mælingu og ráðgjöf við val á réttum þrýstisokkum
  • Þrýstisokkar frá Medi og Jobst.

Aðrar vörur

  • Öndunarvélavörur, nálar, sprautur, plástrar, vökvasett og fleira.