Hjúkrunarfræðingar - til staðar fyrir þig
Það getur komið sér vel að eiga aðgang að fagfólki utan sjúkrastofnana til að spara biðtíma og fyrirhöfn.
Dæmi um þjónustu sem hjúkrunarfræðingar veita:
- Sprautugjöf
- Fjarlægja sauma og aðstoð við sáraumbúðaskipti
- Val á hjúkrunarvörum og kennsla
- Aðstoð við að endurnýja tryggingatengdar vörur
- Heilsufarsmælingar
Staðsetning og afgreiðslutímar
- Lágmúla: 8:00–16:30 alla virka daga
- Smáratorgi: 8:00–12:30 alla virka daga
Komdu við á Smáratorgi eða í Lágmúla, eða kynntu þér málið á lyfja.is
Verð á þjónustu sem hjúkrunarfræðingar veita
- Sprautun
Verð: 890 krónur.
Verð: 645 krónur fyrir eldri borgara og öryrkja.
- Fjarlægja sauma og aðstoð við sáraumbúðaskiptingar
Verð: 990 krónur.
Verð: 745 krónur fyrir eldri borgara og öryrkja
Ofangreind þjónusta er veitt í Lyfju Lágmúla alla virka daga kl. 8:00-16:30 og í Lyfju Smáratorgi alla virka daga frá kl. 8:00-12:30.
Ekki er þörf á því að panta tíma.
Dæmi um vörutegundir sem eru tryggingatengdar
Stómavörur
- Pokar, plötur fyrir ileo-, colo- og urostómaþega (frá Coloplast og Convatec).
- Fylgihlutir þ.e. húðverjandi, stómafestubúnaður, grisjur, lykteyðandi, hreinsibúnaður.
Fræðsla: Ostomy, The Guardian Society , United Ostomy Association. Börn með stoma fræðslubæklingur pdf.
Barkastómavörur
- Barkastómahlífar, barkastómasíur, rakanef, talventlar, innri-ventlar, kanilur.
- Fylgihlutir, þ.e. húðverjandi, grisjur, hreinsibúnaður.
Fræðsla: Inhealth, Passy-muir, Atosmedical.
Þvagleggir
- þvagleggir, þvagpokar og festibúnaður, uridom (þvagsafnarar fyrir karlmenn og þvaglekatappar fyrir konur, frá Conveen), blöðruskolsett.
Hægðalekatappar (frá Ýmus og Conveen)
Næring
- Almenn næring frá: Semper, Abbot, Nutricia, Build-up
- Næring fyrir efnaskiptasjúkdóma. P.K.U.
Fræðsla: Hammermuehle-online, pku.dk.
Sykursýkisvörur
- Vörur frá Bayer (Contour, Breezer), LifeScan (OneTouch), Roch (AccuChek) , Íhealth, Freestyle og One call
- Blóðsykurmælar (kennum á mælana), blóðsykurstrimlar, blóðhnífar (lancettur), stungubyssur, sprautur og nálar, þvagsykurstrimlar, sykurgel, þrúgusykur.
Fræðsla: Samtök sykursjúkra, Glucowatch, Glucometerdex.
Aðrar vörur
- Bindibúnaður þ.e. grisjur, duoderm, húðverjandi, þrýstisokkar.
Allar ofantaldar vörutegundir eru tryggingatengdar.
Hægt er að fá aðstoð við að fylla út endurnýjunarbeiðni fyrir tryggingatengdar vörur og gengið úr skugga um að skírteini séu í gildi.
Heimsendingarþjónusta er á þessum vörum um allt land.