1920X1080 35
Hjúkrunarþjónusta

Líttu við í hjúkrunarþjónustu Lyfju

Það getur komið sér vel að eiga aðgang að fagfólki utan sjúkrastofnana til að spara biðtíma og fyrirhöfn. Í Lyfju Lágmúla og Smáratorgi getur þú komið án þess að panta tíma og fengið hjúkrunarþjónustu eða ráðgjöf og afgreiðslu á tryggingatengdum vörum.

Í hjúkrunarþjónustu Lyfju á Smáratorgi og Lágmúla starfa hjúkrunarfræðingar sem taka vel á móti þér og aðstoða með:

  • Aðstoð við sprautugjöf
  • Saumatöku
  • Heilsufarsmælingu
  • Aðstoð við sáraumbúðaskipti
  • Ráðgjöf um val á sáraumbúðum, hjúkrunarvörum og kennslu
  • Ráðgjöf og fræðslu um heilsueflingu
  • Mælingu og aðstoð við val á þrýstingssokkum
  • Eyrnahreinsun | Eingöngu í Lágmúla
  • Bólusetningar
  • Augnbotnaskimun fyrir einstaklinga með sykursýki | Eingöngu í Lágmúla

Það getur komið sér vel að eiga aðgang að fagfólki utan sjúkrastofnana til að spara biðtíma og fyrirhöfn. Líttu við, tímapantanir óþarfar. 

Staðsetning og afgreiðslutímar

Hjúkrunarþjónusta Lyfju Lágmúla og Smáratorgi er opin alla virka daga.

  • Lyfja Lágmúla: 8:00–15:30 virka daga

  • Lyfja Smáratorgi: 8:00–15:30 virka daga

Tímabókanir eru óþarfar

Þjónusta Almennt verð Öryrkjar og eldri borgarar
Sprautugjöf 1.459 kr. 1.159 kr.
Saumataka 1.459 kr. 1.159 kr.
Skipti á sáraumbúðum, lítið 1.229 kr. 998 kr.
Skipti á sáraumbúðum, lítið, stórt 2.459 kr. 1.999 kr.
Eyrnahreinsun (Lágmúli) 4.990 kr. 3.990 kr.
Augnskimun 4.990 kr. 3.990 kr.
Bólusetning gegn inflúensu 4.349 kr. 2.849 kr.
Bólusetning gegn COVID-19 fyrir áhættuhópa Án endurgjalds Án endurgjalds
Yfirferð á sjúkrakassa, heimili 790 kr.  
Yfirferð á sjúkrakassa, fyrirtæki 1.495 kr.  

Tryggingatengdar hjúkrunarvörur

Í boði er að panta hjúkrunarvörur hjá Lyfju Lágmúla í síma 533-2308 eða á netfangið hjukrun@lyfja.is eða hjá Lyfju Smáratorgi í síma 564-5600 eða á netfangið smarathjukrun@lyfja.is. Hægt er að sækja pantanir eða fá þær heimsendar að kostnaðarlausu um land allt. Afgreiðsla getur tekið 1-2 virka daga.

Hægt er að fá aðstoð við að endunýja vissar tryggingatengdar vörur eða athuga með heimild fyrir hjúkrunarvörum sé í gildi.

Tengdar vörur