Heilsufarsmælingar

Vertu velkomin í heilsufarsmælingu Lyfju Lágmúla og Smáratorgi þar sem hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar taka vel á móti þér.

LYF_1200x628_hjukrunarthjonusta4

Mælingar á blóðþrýstingi, blóðsykri og blóðfitu eru meginþættir þegar ráða á heilt um hjarta- og æðasjúkdóma. Tímapantanir eru óþarfar.

Staðsetning og afgreiðslutímar

 • Lyfja Lágmúla frá klukkan 8:00-16:30 virka daga
 • Lyfja Smáratorgi frá klukkan 8:00–15:30 virka daga

Mælingar í boði:

 • Blóðþrýstingsmæling
 • Blóðsykursmæling
 • Blóðfitumæling
 • Blóðrauðumæling
 • Mæling á súrefnismettun í blóði

Hafið í huga að mikilvægt er að koma á fastandi maga ef farið er í mælingu á blóðfitu eða blóðsykri.

Vertu velkomin í heilsufarsmælingu í Lyfju Lágmúla og Smáratorgi.

Verð á heilsufars­mælingum

 
MÆLING
ALMENNT       VERРÖRYRKJAR OG ELDRI BORGARAR 
 Blóðþrýstingur   645 kr. 490 kr.
 Blóðsykur 1.229 kr.  998 kr.
 Blóðfita 4.250 kr. 3.685 kr.
 Blóðrauða 1.229 kr.  998 kr.
 Súrefnismettun
í blóði
 1.229 kr.  998 kr.

Verð á mælingum sem teknar eru saman


MÆLINGARAR
 ALMENNT 
     VERÐ
ÖRYRKJAR OG ELDRI BORGARAR 
Blóðfita/kólesteról, blóðsykur og blóðþrýstingur og blóðrauði 4.985 kr. 4.350 kr.

Blóðfita/kólesteról, blóðsykur og blóðrauði

    4.495 kr. 3.850 kr.

Blóðþrýstingsmæling

Viðskiptavinir ættu að athuga að það er mikilvægt að gefa sér góðan tíma til þess að mælingin verði sem árangursríkust. Það er til að mynda gott að hvílast og sitja í nokkrar mínútur áður en mælingin er framkvæmd. Ýmislegt getur nefnilega haft áhrif á mælinguna, t.d. streita og andleg spenna.

Hvað er blóðþrýstingur? 
Blóðþrýstingur er eins og nafnið gefur til kynna þrýstingur blóðsins í slagæðum líkamans og nauðsynlegur til að flytja næringu og súrefni til líkamsvefja. Hjartað dælir blóðinu um æðakerfið og blóðþrýstingur ræðst því einkum af afköstum hjartans og viðnámi æðakerfisins. Í einfölduðu máli er blóðrásin ekkert annað en dæla (hjartað) og pípur (æðarnar).  

Hvers vegna ætti ég að láta mæla blóðþrýstinginn í mér? 
Hjartavernd mælir með því að fólk ætti eftir 40 ára aldur að fara reglulega í hjartaeftirlit og fyrr ef ástæða þykir til. Þótt komi í ljós að niðurstöður séu allar innan eðlilegra marka er engu að síður mikilvægt að halda eftirlitinu áfram. Hve oft fólk fer í eftirlit er misjafnt, en eftirfarandi þumalputtareglur eru góðar til viðmiðunar: Heilbrigðir einstaklingar eldir en 40 ára ættu að fara reglulega í þessar mælingar. 

En ef ég er þegar í meðferð við of háum blóðþrýstingi? 
Það er mikilvægt fyrir fólk með háþrýsting að láta mæla sig reglulega enda krefst meðferð við háþrýstingi góðs eftirlits. Þá er ágætt fyrir lækni að hafa fleiri mælingar til viðmiðunar en þær sem hann sér um sjálfur á stofu. Sérhver í fyrrnefndum aldurshóp ætti að láta mæla sig reglulega og muna eftir að skrá hjá sér niðurstöður mælinganna. 

Blóðsykursmæling

Vissir þú að mælingar á blóðfitu, blóðþrýstingi og blóðsykri eru meginþættir í ráðgjöf þegar ráða á heilt um hjarta- og æðasjúkdóma?

Reglulegt eftirlit er afar mikilvægt hvað varðar ofantalda þætti. Stundum er fólk í mörg ár með hækkaðan blóðsykur án þess að finna til nokkurra einkenna. Á þeim tíma geta engu að síður orðið umtalsverðar skemmdir í líkamanum áður en það uppgötvast. Með reglulegu eftirliti aukast líkurnar á því að viðkomandi geti sjálfur gripið inn í á frumstigi sjúkdómsins með breyttu líferni sínu. Á efri stigum sjúkdómsins er líklegra að grípa verði til róttækari aðgerða. Að láta mæla sig reglulega þarf ekki að vera flókið í framkvæmd. Fólk sem stundar slíkt er meðvitað og ber ábyrgð á eigin heilsu.

 Athugið að það þarf að vera fastandi fyrir blóðsykursmælingu.

Blóðfitumæling

Vissir þú að mælingar á blóðfitu, blóðþrýstingi og blóðsykri eru meginþættir í ráðgjöf þegar ráða á heilt um hjarta- og æðasjúkdóma?

Reglulegt eftirlit er afar mikilvægt hvað varðar ofantalda þætti. Stundum er fólk með of hátt kólesteról í blóði í mörg ár án þess að finna til nokkurra einkenna. Á þeim tíma geta engu að síður orðið umtalsverðar skemmdir í líkamanum áður en það uppgötvast. Með reglulegu eftirliti aukast líkurnar á því að viðkomandi geti sjálfur gripið inn í á frumstigi sjúkdómsins með breyttu líferni sínu. Á efri stigum sjúkdómsins er líklegra að grípa verði til róttækari aðgerða. Að láta mæla sig reglulega þarf ekki að vera flókið í framkvæmd. Fólk sem stundar slíkt er meðvitað og ber ábyrgð á eigin heilsu.

Í niðurstöðum kemur fram hvað heildarkólesterólið er og einnig góða fitan HDL, slæma fitan LDL, þríglyserið TRG, hlutfallið af mismunandi blóðfitum og blóðsykur.

Athugið að það þarf að vera fastandi fyrir þessa mælingu.

Blóðrauðamæling

Blóðrauði kallast efnið sem gerir blóðið rautt og er það nauðsynlegt fyrir flutning súrefnis frá lungum til fruma líkamans.

Til að meta ástand rauðra blóðkorna er m.a. mælt hemoglobin og meðalrúmmál rauðra blóðkorna. Blóðleysi, skortur á járni, vítamín B12 og/eða fólati getur valdið lækkun á hemóglóbini og breytt rúmmáli blóðkornanna. B12 og fólat fæst m.a. úr grófu brauði, kjöti og vítamínum. Járnskort má bæta með því að borða járnauðugan mat, t.d. lifur, lifrarpylsu, blóðmör, lifrarkæfu og dökkt grænt grænmeti. Einnig er hægt að taka járntöflur en þá er mikilvægt að taka inn c-vítamín töflur eða drekka C-vítamínríka drykki/safa til að auka frásog járnsins og vernda magann.

Eðlilegt blóðrauðagildi:  
Hjá konum eru eðlileg mörk 118-152 g/L  
Hjá körlum eru eðlileg mörk 134-171 g/L  

Einkenni sem koma fram við járnskort/blóðleysi er einkum slappleiki, þreyta, svimi og jafnvel mæði, fölvi, höfuðverkur og ör hjartsláttur.  

Hverjum er mest hætt við járnskorti: 

 •  Konum á barneignaraldri, einkum konum sem fá miklar blæðingar  
 •  Barnshafandi konum  
 •  Blóðgjöfum  
 •  Öldruðum sem neyta einhæfðrar fæðu  
 •  Einstaklingum með blæðingar frá meltingarvegi, t.d. úr blæðandi magasári
 •  Áfengissjúklingum  
 •  Einstaklingum sem neyta ekki kjötmetis  
 •  Langtímanotkun ýmissa lyfja getur valdið járnskorti  
 •  Lyf með acetylsalisilsýru (td.aspirin)  
 •  Ákveðin gigtarlyf af NSAID flokki  
 •  Sýklalyfið Tetracyklin  
 •  Etidronat við beinþynningu  
 •  Pencilamin við nýrnasteinum

Ekki er þörf á undirbúningi fyrir þessa rannsókn.

Súrefnismettun í blóði

Í blóðinu eru rauð blóðkorn og í þeim er blóðrauðinn (hemóglóbín).

Blóðrauðinn er stór sameind sem inniheldur járn, getur bundið súrefni og flutt það um líkamann.

Það er þannig hlutverk blóðrauðans og rauðu blóðkornanna að binda súrefni í lungunum og flytja það til allra vefja líkamans sem verða að fá súrefni til að geta lifað og starfað eðlilega.

Við eðlilegar aðstæður hjá ungu fólki er blóðrauðinn því sem næst 100% mettaður af súrefni í blóðinu sem kemur frá lungunum og er að finna í slagæðum líkamans. Súrefnismagn blóðsins ákvarðast bæði af lungnastarfsemi og ástandi hjarta og æðakerfisins. Eitt af því sem gerist hjá öldruðum er að súrefnismagn blóðsins (súrefnismettun blóðrauðans) minnkar vegna minnkaðrar starfsemi lungna og hjarta og teljast þessar breytingar til eðlilegra breytinga sem fylgja öldrun.

Ýmislegt óeðlilegt getur einnig orðið til þess að súrefnismagn blóðsins minnkar og ef súrefnismettunin fer undir 85% getur sést blámi t.d. á vörum. Svona breytingar geta orðið við hjartabilun og ýmiss konar lungnasjúkdóma.

Sumir anda illa vegna offitu, lömunar eða ofskömmtunar vissra lyfja og getur það leitt til lágrar súrefnismettunar í blóði. Sama er að segja um nokkra tiltölulega algenga lungnasjúkdóma eins og langvinna lungnateppusjúkdóma, astma og lungnabjúg. 

Eitt af því sem margir geta gert til að bæta súrefnismagn í blóði er að bæta líkamlegt ástand sitt með því að grennast og stunda heppilega hreyfingu eða líkamsþjálfun.

Ef um er að ræða sjúkdóma í lungum eða hjarta þarf að meðhöndla þá eins og kostur er og forðast lyf eða annað sem slævir öndun. Þeir sem eru með lungnabilun, oftast vegna langvarandi reykinga, geta þurft á stöðugri súrefnisgjöf að halda og þurfa alltaf að hafa súrefniskút hjá sér.