Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörLyfja Heyrn sérhæfir sig í að verja, mæla og bæta heyrn með framúrskarandi þjónustu heyrnarfræðings og sérþjálfaðs starfsfólks. Notaðu valmöguleikana hér fyrir neðan til að bóka tíma hjá Lyfju Heyrn. Bóka tíma
Una Emilsdóttir sérnámslæknir í umhverfislæknisfræði, með sérstakan áhuga á fyrirbyggingingu sjúkdóma fjallar um mikilvægi þess að vera upplýstur neytandi, þ.e. forðast skaðleg efnaáhrif á líkama og húð með þekkingu að vopni og sporna þar með við ýmsum kvillum og vandamálum. Nánar
Dr. Ragna Hlín fjallaði um mikilvægi sólarvarna sem forvörn gegn uppkomu húðkrabbameina og ótímabærri öldrun húðarinnar og ráð til að viðhalda heilbrigðri húð. Sólin er stærsti áhættuþáttur húðkrabbameina eins og sortuæxla og öldrunareinkenni húðar eru að stærstum hluta tilkomnar vegna áhrifa útfjólublárrar geislunar sólarinnar. Það er þess vegna lykilatriði að nota sólarvörn til að viðhalda heilbrigði hennar sem lengst. Nánar
Húðin er stærsta líffæri líkamans og í henni finnast m.a. æðar, taugaendar, svitakirtlar, hársekkir o.fl. Hún er í 3 lögum (yfirhúð, leðurhúð og undirhúð). Mikilvægt er að passa vel uppá húðina og vernda hana eins og hægt er svo hún geti sinnt margvíslegum hlutverkum sínum. Nánar
Dr. Jenna Huld Eysteinsdóttir sérfræðingur í húðsjúkdómum hjá Húðlæknastofunni fjallar um rósroða. Rósroði er langvarandi bólgusjúkdómur í andliti og er sérstaklega algengur á Íslandi. Jenna Huld fer yfir einkenni sjúkdómsins og hvað ber að varast. Nánar
Hér finnur þú öll skráð lyf á Íslandi sem seld eru í apótekum
Stutt og hnitmiðað kennslumyndband um hvernig þú parar og tengir Phonak heyrnartækið þitt við Android appið.
Lyfja Lágmúla, Smáratorgi og Granda eru opnar til miðnættis 17. júní. Kynntu þér opnunartíma verslana Lyfju hér að neðan.
Neföndun er ummyndandi. Hún bætir svefn, einbeitingu og frammistöðu í íþróttum, hjálpar til við að halda heilum og heilbrigðum tönnum og tannholdi, eykur líkur á að andlitið vaxi og þroskist rétt og stuðlar að beinum tönnum.
Við þekkjum vel orðið líkamsrækt og erum meðvituð um mikilvægi þess að hreyfa líkamann og gera æfingar sem efla líkamlega heilsu. Orðið geðrækt er kannski ekki alveg eins vel þekkt. Í stuttu máli felst geðrækt í því að hlúa að geðheilsunni eða andlegri heilsu með aðferðum sem miða að því að efla aðstæður, færni og lífsvenjur sem stuðla að aukinni andlegri vellíðan og heilsu.