Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörHér finnur þú öll skráð lyf á Íslandi sem seld eru í apótekum
Það er hægt er að flokka svefnleysi í tvo mismunandi þætti. Annars vegar það ástand að fólk sé sífellt að vakna upp eftir að það hefur sofnað og eigi erfitt með að sofna aftur. Hinsvegar er það að fólk eigi erfitt með að sofna á kvöldin. Svefnleysi getur verið tímabundið, komið fyrir endrum og eins eða verið viðvarandi vandamál.4
Acne vulgaris er húðsjúkdómur sem orsakast af breytingum í fitukirtlum húðarinnar. Acne breytingar eru aðallega í andliti, en einnig á bolnum.
Aðgát skal höfð í nærveru sólar á vel við þegar að tíðni sortuæxlis í heiminum eykst um 3-7 % á hverju ári. Án vafa eru nokkrar ólíkar orsakir fyrir þessari aukningu en líklega má kenna óvarlegri sólarnotkun þar um.
Sorg, vonbrigði og tilfallandi geðsveiflur eða geðbrigði eru hluti af eðlilegri líðan mannsins. Langvinn vanlíðan með viðvarandi depurð, vonleysi og þeirri hugsun að flest eða allt sé tilgangslaust eru hins vegar einkenni um sjúklegt þunglyndi.