Concerta og hægðir

Lyfjainntaka Meltingarfærasjúkdómar

Ég er með mjög skrýtnar hægðir og er að reyna að finna ut hvort það getir verið utaf lyfjunum sem eg tek concerta? Eg er buin að vera svona i nokkrar vikur og er að hugsa hvort eg eigi að hætta að taka lyfið og sjá hvort þetta lagist 

Eftirfarandi aukaverkun er skráð hjá concerta;

Meltingarfæri. 

Algengar (1-10%): Verkir í efri hluta kviðar, niðurgangur, ógleði(Algengara hjá fulloðrnum en börnum) , óþægindi í kvið, uppköst, munnþurrkur† , meltingartruflanir 

Sjaldgæfar (0.1-1%) Hægðatregða, algengara hjá fullorðnum en börnum.

Ef eitthvað af þessum lýsingum eiga við þig þá er líklegt að það sé vegna lyfjanna. 

Oft hverfa aukaverkanir á nokkrum dögum. Ef þetta er hinsvegar búið að vera viðvarandi seinustu vikur þá er þetta líklegast komið til að vera. 

Ég get ekki mælt með að þú hættir að taka lyfin án samráðs við lækni, þannig að ég ráðlegg þér að ræða málið við hann.