Decutan

Húðsjúkdómar Lyfjainntaka

Er búinn að vera á Decutan húðlyfi síðustu 2 mánuði og á enn 4 mánuði eftir. Bakið er orðið alveg slétt og allt farið þar en andlitið hefur ekki mikið breyst. Er það eðlilegt?

Vildi einnig spyrja hvort öruggt væri að taka kreatín á meðan meðferð stendur. (Hef ekki verið að því hingað til)

Það er í góðu lagi að taka kreatín samhliða Decutan. Yfirleitt tekur 16-24 mánuði að ná bata og fyrir flesta dugir það. Nú þekki ég ekki svörun einstaklinga við lyfið nægilega vel til að geta sagt til um hvort það sé eðlilegt eða ekki. Ég myndi ræða áhyggjur þínar við húðlækni sem skrifaði upp á lyfið fyrir þig.