Dormirel

Geðheilsa Lyfjainntaka Ofnæmi

Dormirel, er þetta svefnlyf, og hversu sterkt. 

Dormirel er antihistamín og flokkast því sem ofnæmislyf. Það verkar hinsvegar einnig sljóvgandi og því er hægt að nota lyfið sem svefnlyf. 

Ekki er til neinn skali sem hægt er að flokka öll sljóvgandi lyf á. Því er erfitt fyrir mig að segja til um hvort lyfið sé sterkt. Ég myndi þó telja að lyfið sé veikt miðað við t.d. önnur bensódíasepín lyf.

Lyfið er hinsvegar ekki ávanabindandi og fráhvarfseinkenni ólíkleg.