Gyllinæð

Algengir kvillar

Er með einkenni gyllinæðar. Er mikið á reiðhjóli. Hvaða krem eða lækning er best við þessu. Er hættulegt að hjóla með gyllinæð. For i 4 tima hjolatur án vandræða i gær. Bar krem a þetta sem að lagaði talsvert.

Það sem oftast er notað er krem sem inniheldur einhverskonar sykurstera (glucocorticoid). Við einkennum er það yfirleitt borið á kvölds og morgna í 7-14 daga sem ættu að gera einkenni mun betri. Eftir það er oft nóg að nota kremið 2 hvern dag til að halda einkennum niðri. 

Einnig eru til stílar sem innihalda sykurstera. Þeir eru notaðir eins og kremið.

Ef þetta er væg gyllinæð sem hrjáir þig lítið/ekkert þá stendur ekkert í vegi fyrir þig að hjóla á meðan. Ef einkenni hinsvegar versna og hjólatúrinn verður óþægilegur eða sársaukafullur þá myndi ég mæla með að þú bíðir með að hjóla.