Lítill áhugi á kynlífi

Almenn fræðsla Breytingaskeið Næring

Langar að vita hvort það sèu til töflur eða vökvi sem èg get tekið inn til að auka áhuga á kynlífi hjá mèr. Hef aldrei frumkvæði við manninn minn er farinn að hafa áhuggjur af þessu. Er eitthvað til sem èg þarf ekki lyfseðil við.

Hér á landi eru ekki seld lyf sem auka áhuga á kynlífi. Nýlega var þó samþykkt lyfið Addyi í Bandaríkjunum við minni löngun í kynlíf eftir tíðahvörf.

Oft er um einhvern annan undirliggjanda orsakavald sem veldur þessari minnkandi löngun. Séu þeir til staðar væri hægt að meðhöndla þá. Þetta geta verið hormónaraskanir tengdar tíðahvörfum, fæðingu barns eða skjaldkirtli. Þunglyndi og geðraskanir geta haft mikil áhrif auk þess sem ákveðin lyf geta haft áhrif á kynlífsáhuga. Þetta geta verið þunglyndislyf, getnaðarvarnarpillur, kvíðastillandi og blóðþrýstingslyf. Reykingar eru einnig nefndar í þessu samhengi sem og lágt járn í blóði. 

Ef sambandið milli ykkar er stirt og það er komið stress í sambandið getur það haft áhrif. Óþægindi meðan á kynmökum stendur getur einnig dregið úr langtímaáhuga. 

Fæðubótarefni virðast ekki hjálpa til heldur. Þær rannsóknir sem gerðar voru eru ómarktækar og því ætla ég að sleppa því. 

Gott getur verið að ræða málið við lækni eða kvensjúkdómalæknir. Það væri þá hægt að komast að því hvort eitthvað af þessu eigi við um þig.