Verkunartími lyfja

Almenn fræðsla Lyfjainntaka

Hvað er sertral tafla virk í langan tíma eftir að ég hef tekið hana inn?, t.d concerta er virk í 10 tíma

Erfitt er að bera saman Concerta, sem er í langverkandi lyfjaformi og Sertral, sem er í töflu sem sundrast öll í einu.

Sertral er með helmingunartíma upp á 23-26 klst. Það þýðir að ef þú ert með 100 sameindir af efninu í líkamanum á fyrsta klukkutíma, ertu með 50 sameindir eftir 23-26 klst. 

Concerta á hinn bóginn er með helmingunartíma upp á 2-3 klst. Vegna þessa er lyfið oftast gefið í forðalyfjaformi til þess að áhrifin vari sem lengst. 

Semsagt, Sertral verkar nokkurn veginn allan sólarhringinn svo lengi sem þú gleymir ekki að taka töflunar. 

Og smá úturdúr, ef þú ert að byrja taka Sertral þá geta liðið 2 vikur, jafnvel lengra, áður en full verkun af lyfinu kemur fram.