Parkinsons

Almenn fræðsla

Hvernig byrjar parkinson sjúkdómurinn

Byrjunareinkenni geta verið breytileg en hér eru þau helstu 

  • örlítill skjálfti í annarri hendi 
  • andlit sýnir minni tjáningu 
  • hendurnar hætta að sveiflast þegar labbað er
  • tal þitt orðið lint eða óskýrt. 
  • handskrift þín minnkar
  • minnkað þefskyn
  • vandamál með svefn
  • óútskýrð hægðategða
  • meiri erfiðleikar við að hreyfa sig.

Margir geta tengt við 1 eða fleiri atriði einhvern tímann á lífsleiðinni. Það þarf ekki að merkja að þeir séu með parkinsons. Ef eitthvað af þessu á við þig þá mæli ég með að þú ræðir framhaldið við lækni og komist að orsökinni.