Skila lyfjum

Almenn fræðsla

Mig langaði til að ath. hvort að ég geti skilað hormónalyfjum sem ég keypti hjá Lyfju, það heitir pergotime, það kom svo bara í ljós að ég þarf ekki á þeim að halda.

Lyfjum er ekki hægt að skila til apóteka nema þá til eyðingar. Endurgreiðsla fæst ekki. Lyf sem farin eru út eru ekki nýtanleg til endursölu til dæmis vegna strangra reglna um geymsluskilyrði þeirra. Þessi skilyrði eru uppfyllt meðan lyfið er geymt í apóteki en eðlilega ekki hægt að ábyrgjast það eftir að lyfið hefur farið út.