Sjúkrakassar og skipskistur

Sjúkrakassar fyrir heimili og vinnustaði og lyfjakistur fyrir skip

Afgreiðum og yfirförum allar gerðir af sjúkrakössum fyrir heimili, sumarbústaði, bíla, flugvélar og vinnustaði eftir þörfum hvers og eins. Að auki afgreiðum við og yfirförum lyfjakistur fyrir skip.

Sjúkrakassar

Lyfja býður yfirferð á sjúkrakössum heimila, stofnana og fyrirtækja. Nánari upplýsingar hjá Lyfju Lágmúla í síma 533-2308 eða á netfangið hjukrun@lyfja.is eða hjá Lyfju Smáratorgi í síma 564-6400 eða á netfangið smaratorg.hjukrun@lyfja.is.

Skipskistur

Hægt er að panta lyfjakistur fyrir skip með því að hringja í síma 555 2306 eða senda tölvupóst á setberg.verslun@lyfja.is

Yfirferð á sjúkrakassa fyrir heimili

  • Almennt verð: 990 krónur
  • Verð: 930 krónur, fyrir eldri borgara og öryrkja

Yfirferð á sjúkrakassa fyrir fyrirtæki

  • Verð: 1.290 kr.

Afhending yfirfarins sjúkrakassa getur tekið 1-3 virka daga.

Vertu velkomin í Lyfju Lágmúla, Smáratorgi eða Setbergi eða hafðu samband við okkur.