Melatónin og börn

Lyfjagjöf til barna

Hafið þið heyrt að melatónin hafi jákvæð árhrif á börn með athyglisbrest?

Ég hef ekki heyrt um að það hafi einhver sérstök jákvæð áhrif. Lyf sem notuð eru við athyglisbrest (Concerta, Ritalin Uno) valda því oft að einstaklingur á erfitt með að festa svefn. Undir þeim kringumstæðum getur melatónín hjálpað þeim að festa svefn og þannig haft jákvæð áhrif á börn - öll þurfum við nú góðan svefn til þess að líða sem best. 

Ég mæli með að þú ræðir þetta mál við Barna og unglingageðlækni. Hann er best til þess fallinn að svara spurningum sem þessarri.