Um Lyfju Heyrn

Heyrn

Lyfja Heyrn sérhæfir sig í að verja, mæla og bæta heyrn með framúrskarandi þjónustu löggildra heyrnarfræðinga og sérþjálfaðs starfsfólks. Kíktu við eða bókaðu tíma, við tökum vel á móti þér.

Hjá Lyfju Heyrn færð þú:

  • Ítarlega heyrnarmælingu og getur skoðað vöruval Phonak heyrnatækja í sérhönnuðu heyrnarstúdíói
  • Einfalda heyrnarmælingu sem segir til um það hvort þú þurfir að koma í ítarlegri heyrnarmælingu
  • Ráðgjöf um heyrnartæki, fyrirbyggjandi vörur og lausnir.
  • Phonak heyrnartæki til prufu í kjölfar heyrnarmælingar
  • Sérsmíðaða heyrnarvernd
  • Roger aukabúnað fyrir Phonak heyrnartæki

Lyfja Heyrn er fyrsta verslun sinnar tegundar á Íslandi þar sem viðskiptavinir geta komið í einfalda og ítarlega heyrnarmælingu, skoðað og prófað heyrnartæki, stuðningsvörur heyrnartækja og fyrirbyggjandi lausnir fyrir heyrn með aðgengi að sérfræðiráðgjöf heyrnarfræðinga og sérþjálfaðs starfsfólks. Einnig er í boði að leigja heyrnartæki til skemmri tíma ef þörf er á slíku. Verslun okkar er öllum opin og við hvetjum þig til að kíkja við og skoða úrvalið eða fá faglega ráðgjöf. Við erum í Lágmúla 5 á jarðhæð, beint inn af bílastæði.  

Okkar markmið er að breyta upplifun, þjónustu og vegferð viðskiptavina sem glíma við heyrnarskerðingu ásamt því að veita lausnir og faglega ráðgjöf á vörum sem vernda heyrn.

Við viljum þjónusta sérstaklega þá hópa sem þurfa á heyrnarvernd að halda í starfi og leik. Við bjóðum upp á algjörlega sérsniðnar heyrnarvarnir. Með því að skanna eyrað fáum við upp stafrænt mót af eyranu og smíðum eftir því sérsniðna eyrnartappa. Heyrnarverndin þín passar þér því fullkomlega.

BÓKA TÍMA

Hjúkrunarþjónusta Lyfju Lágmúla

Lyfja býður upp á nýja þjónustu hjá hjúkrunarfræðingum Lyfju Lágmúla en þangað getur þú mætt í eyrnaskoðun og eyrnahreinsun án tímabókunar.

Hjúkrunarfræðingur skoðar í eyru og metur hvort þörf sé á að skola eyrun. Tímabókun er óþörf. Opið er frá klukkan 8-16 virka daga.

Þjónusta Almennt verð Eldri borgarar og öryrkjar
Eyrnahreinsun 4.990 kr.  3.990 kr.

Kynntu þér hjúkrunarþjónustu Lyfju hér

 Áhugaverðar staðreyndir

  • Samkvæmt John Hopkins Medicine upplifa 1 af hverjum 3 fullorðnum eldri en 65 ára heyrnarskerðingu
  • Þeir sem þurfa á heyrnartækjum að halda fá þau að jafnaði 6 árum of seint > erfiðari endurhæfing
  • Sífellt yngra fólk glímir við heyrnarskerðingu, vegna breytinga á hlustun, samkvæmt rannsókn NIDCD í USA er hlutfallið 14% á aldrinum 20-69 ára

Ef grunur leikur á skertri heyrn hjá barni á aldrinum 0-18 ára er best að leita til Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar, sérfræðinga í háls-, nef- og eyrnalækningum eða heimilislæknis.