Styrktarsjóður Lyfju

Sýn Lyfju er að lengja líf og auka lífsgæði. Með það að leiðarljósi veitir fyrirtækið styrki til verkefna á vegum félagasamtaka sem teljast heilsueflandi og/eða hafa forvarnargildi.

Opið er fyrir umsóknir í styrktarsjóð Lyfju á vefsíðu Lyfju þann 1. maí ár hvert, en úthlutun fer fram á haustmánuðum. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 2021.

Úthlutað er úr styrktarsjóðnum einu sinni á ári.

Styrkir veittir árið 2020

 • Minningar- og styrktarsjóðurinn Örninn
  Sjóður fyrir börn sem hafa misst foreldri eða annan náinn ástvin og fjölskyldur þeirra.
 • Samhjálp
  Styrkur fer í matarhjálp og bætiefni fyrir þá sem eru í neyð.
 • Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands.
  Almenningsíþróttaverkefni svo sem Lífshlaupið, hjólað í vinnuna, kvennahlaupið og fleiri verkefni.
 • Ungar athafnakonur.
  Samstarfsverkefni með geðfræðslufélagi háskólanna til að minnka líkur á kulnun  starfi.
 • Píeta samtökin
  Píeta bjóða fólki í sjálfsvígshættu, með sjálfsskaða og aðstandendum þeirra sem eru í þeim vanda og þeim sem hafa misst ættingja úr sjálfsvígi upp á gjaldfrjálsa meðferð og ráðgjöf
 • Hjartavernd
  GoRed- vitundarvakning um hjartasjúkdóma kvenna.
 • Hjartaheill og SÍBS
  Heilsumælingar fyrir þjóðina.
 • Rauði Krossinn
  Heimsóknavinir er verkefni Rauða krossins á Íslandi og snýst um að draga úr og koma í veg fyrir félagslega einangrun.
 • Vímulaus æska
  Stuðningur við átak í fjölskylduráðgjöf ætlið foreldrum og börnum í vanda.
 • Íþróttamiðstöð fatlaðra
  Styrkur fer í að efla sumarbúðir fyrir fatlaða.
 • Hugarafl
  Styrkur fyrir útgáfu bókar um nýjar nálganir varðandi sjálfsskaða, sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir

Lyfja þakkar öllum þeim fjölmörgu félagssamtökum, stofnunum, einstaklingum og fyrirtækjum sem sóttu um styrki árið 2020.


Styrktar­sjóður Lyfju

Til að auðvelda úrvinnslu umsókna biðjum við umsækjendur um að fylla út styrkjarbeiðnina hér fyrir neðan með ítarlegum upplýsingum.

Tengiliður

Til að fyrirbyggja ruslpóst: