Styrktarsjóður Lyfju
Sýn Lyfju er að lengja líf og auka lífsgæði. Með það að leiðarljósi veitir fyrirtækið styrki til verkefna á vegum félagasamtaka sem teljast heilsueflandi og/eða hafa forvarnargildi.
Opið er fyrir umsóknir á vefsíðu Lyfju allt árið en úthlutað er úr styrktarsjóðnum 1. september ár hvert.
Eftirtaldir hlutu styrk frá Lyfju 2021 og við vonumst til þess að fara í áframhaldandi samstarf með þessum aðilum.
Styrkir veittir árið 2021
- Sofa Borða Elska
Markmið verkefnisins er að hjálpa barnafjölskyldum að sofa betur. Mikill skortur er á þjónustu svefnráðgjafa barna á landinu, Hafdís Guðnadóttir ljósmóðir ætlar að leggja sitt af mörkum við að leysa þann vanda með því að framleiða netnámskeið og efla með því heilbrigði landsmanna.
- Lífrænt líf
Er heimilidarmynd sem fjallar um lífræna ræktun á Íslandi. Ísland er töluvert á eftir nágrannalöndum okkar í lífrænni ræktun.
- Okkar heimur
Okkar heimur er verkefni á vegum Geðhjálpar sem var sett á laggirnar vegna skorts á stuðningi og fræðslu fyrir börn foreldra með geðrænan vanda og fjölskyldur þeirra. Það er unnið í samstarfi við OurTime, góðgerðasamtök í Bretlandi sem eru leiðandi í starfi fyrir börn foreldra með geðrænan vanda þar í landi.
- Þögul tár
Þetta er önnur samfélagslega forvarnarmyndin um sjálfsvíg sem Sigurbjörg Sara framleiðir og leikstýrir. Fyrri myndin kom út árið 2015 og heitir Fellum grímuna.
Það er okkar von að í krafti fjöldans náum við að bjarga mannslífum og frumsýna myndina núna í maí 2021.
- Frú Ragnheiður - Rauði krossinn
Með umsókn þessari er sótt um styrk fyrir heilbrigðisþjónustu og sýklalyfjahluta Frú Ragnheiðar á höfuðborgarsvæðinu svo áfram megi stuðla að þjónustu á vettvangi við jaðarsetta einstaklinga. Þjónusta á vettvangi felst í fyrsta og annars stigs forvörnum auk snemmtækrar íhlutunar til að koma í veg fyrir alvarlegri sýkingar og/eða veikindi.
Katrín Birna Jóhannesdóttir er í meistaranámi í heilbrigðisverkfræði og verkefnið sem hún mun sinna er á sviði svefnrannsókna.
Styrkir veittir árið 2020
- Minningar- og styrktarsjóðurinn Örninn
Sjóður fyrir börn sem hafa misst foreldri eða annan náinn ástvin og fjölskyldur þeirra.
- Samhjálp
Styrkur fer í matarhjálp og bætiefni fyrir þá sem eru í neyð. - Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands.
Almenningsíþróttaverkefni svo sem Lífshlaupið, hjólað í vinnuna, kvennahlaupið og fleiri verkefni. - Ungar athafnakonur.
Samstarfsverkefni með geðfræðslufélagi háskólanna til að minnka líkur á kulnun starfi. - Píeta samtökin
Píeta bjóða fólki í sjálfsvígshættu, með sjálfsskaða og aðstandendum þeirra sem eru í þeim vanda og þeim sem hafa misst ættingja úr sjálfsvígi upp á gjaldfrjálsa meðferð og ráðgjöf - Hjartavernd
GoRed- vitundarvakning um hjartasjúkdóma kvenna. - Hjartaheill og SÍBS
Heilsumælingar fyrir þjóðina. - Rauði Krossinn
Heimsóknavinir er verkefni Rauða krossins á Íslandi og snýst um að draga úr og koma í veg fyrir félagslega einangrun. - Vímulaus æska
Stuðningur við átak í fjölskylduráðgjöf ætlið foreldrum og börnum í vanda. - Íþróttamiðstöð fatlaðra
Styrkur fer í að efla sumarbúðir fyrir fatlaða. - Hugarafl
Styrkur fyrir útgáfu bókar um nýjar nálganir varðandi sjálfsskaða, sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir
Lyfja þakkar öllum þeim fjölmörgu félagssamtökum, stofnunum, einstaklingum og fyrirtækjum sem sóttu um styrki árið 2020.