Styrktar­sjóður Lyfju

Sýn Lyfju er að lengja líf og auka lífsgæði. Með það að leiðarljósi veitir fyrirtækið styrki til verkefna á vegum félagasamtaka sem teljast heilsueflandi og/eða hafa forvarnargildi.

Opið er fyrir umsóknir allt árið en úthlutað er úr styrktarsjóðnum 1. september ár hvert.

Styrkir veittir árið 2023


Eftirtaldir hlutu styrk frá Lyfju 2023 og við vonumst til þess að fara í áframhaldandi samstarf með þessum aðilum.

  • Eldblóm

Í samstarfi við Siggu Soffíu dansara munum við selja haustlaukakassa til styrktar bleiku slaufunnar í þremur stærstu verslunum Lyfju, Lágmúla, Smáralind og Smáratorg. Það eru 20 laukar hverjum kassa og ræktunarleiðbeiningar má finna á www.eldblom.is. Verðið á kassanum er 6.800 kr og allur ágóði rennur til Bleiku slaufunnar. 

  • Una Emilsdóttir sérnámslæknir í umhverfislæknisfræði

Lyfja mun útbúa fræðsluerindi í samvinnu við Unu um Lífrænt og eiturefnalaust líf þá sérstaklega í tengslum við verðandi og nýbakaða foreldra, vörur og lifnaðarhætti almennt.

  • Victor Guðmundsson læknir

Victor nýtir styrkinn í grunnskóla um allt land og tala um heildræna heilsu eða "Stól lífsins" eins og hann kallar það. Grunnþættir lífsins: hreyfing, næring, svefn og andleg heilsa.

Styrkir veittir árið 2022

 

  • Hjartavernd

Landssamtök Hjartaverndar voru stofnuð árið 1964. Rannsóknarstöð Hjartaverndar hóf starfsemi sína þremur árum síðar eða árið 1967 með mjög viðtækri faraldsfræðilegri rannsókn, Hóprannsókn Hjartaverndar, þar sem áhersla er lögð á að finna helstu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma meðal Íslendinga.
Í Hjartavernd starfa m.a. læknar, lífeindafræðingar, líffræðingar, tölfræðingar, geislafræðingar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, móttökuritarar og fólk úr ýmsum öðrum starfsstéttum. Hægt að styrkja Hjartavernd  hér.

  • Kraftur

Stuðningsfélagið Kraftur var stofnað 1. október 1999 og hefur það að leiðarljósi að beita sameinuðum kröftum sínum til að aðstoða og styðja ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess. Félagið er fyrir fólk á aldrinum 18 – 40 ára sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur á öllum aldri alveg frá 18 ára og upp úr.

Megin markmið Krafts eru að styðja við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur með því að halda úti jafningjastuðningi, hagsmunagæslu, öflugri fræðslu, samveru á jafningjagrunni, veita hagnýtar upplýsingar og stuðla að samvinnu félagasamtaka, heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem koma að málefnum þeirra sem tengjast sjúkdómnum.

https://www.youtube.com/watch?v=hy_GeVl5Izg

  • Sorgarmiðstöð

Sorgarmiðstöð sinnir fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda og þeirra sem vinna að velferð syrgjenda. Sorgarmiðstöð er samstarfsverkefni grasrótarfélaga á sviði sorgarúrvinnslu. Þau eru Ný dögun, Ljónshjarta og Gleym mér ei. Sorgarúrvinnsla miðar að bættri lýðheilsu með því að efla og styðja við andlega, líkamlega og félagslega heilsu fólks eftir ástvinamissi.

https://youtu.be/NKs_0Nx3_-8

 

Styrkir veittir árið 2021

 

  • Sofa Borða Elska

Markmið verkefnisins er að hjálpa barnafjölskyldum að sofa betur. Mikill skortur er á þjónustu svefnráðgjafa barna á landinu, Hafdís Guðnadóttir ljósmóðir ætlar að leggja sitt af mörkum við að leysa þann vanda með því að framleiða netnámskeið og efla með því heilbrigði landsmanna.



  • Lífrænt líf

Er heimilidarmynd sem fjallar um lífræna ræktun á Íslandi. Ísland er töluvert á eftir nágrannalöndum okkar í lífrænni ræktun.



  • Okkar heimur

Okkar heimur er verkefni á vegum Geðhjálpar sem var sett á laggirnar vegna skorts á stuðningi og fræðslu fyrir börn foreldra með geðrænan vanda og fjölskyldur þeirra. Það er unnið í samstarfi við OurTime, góðgerðasamtök í Bretlandi sem eru leiðandi í starfi fyrir börn foreldra með geðrænan vanda þar í landi.



  • Þögul tár
    Þetta er önnur samfélagslega forvarnarmyndin um sjálfsvíg sem Sigurbjörg Sara framleiðir og leikstýrir. Fyrri myndin kom út árið 2015 og heitir Fellum grímuna.

    Það er okkar von að í krafti fjöldans náum við að bjarga mannslífum og frumsýna myndina núna í maí 2021.



  • Frú Ragnheiður - Rauði krossinn
    Með umsókn þessari er sótt um styrk fyrir heilbrigðisþjónustu og sýklalyfjahluta Frú Ragnheiðar á höfuðborgarsvæðinu svo áfram megi stuðla að þjónustu á vettvangi við jaðarsetta einstaklinga. Þjónusta á vettvangi felst í fyrsta og annars stigs forvörnum auk snemmtækrar íhlutunar til að koma í veg fyrir alvarlegri sýkingar og/eða veikindi.

    Katrín Birna Jóhannesdóttir er í meistaranámi í heilbrigðisverkfræði og verkefnið sem hún mun sinna er á sviði svefnrannsókna.

 

Styrkir veittir árið 2020

  

  • Minningar- og styrktarsjóðurinn Örninn
    Sjóður fyrir börn sem hafa misst foreldri eða annan náinn ástvin og fjölskyldur þeirra.
  • Samhjálp
    Styrkur fer í matarhjálp og bætiefni fyrir þá sem eru í neyð.

  • Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands.
    Almenningsíþróttaverkefni svo sem Lífshlaupið, hjólað í vinnuna, kvennahlaupið og fleiri verkefni.

  • Ungar athafnakonur.
    Samstarfsverkefni með geðfræðslufélagi háskólanna til að minnka líkur á kulnun  starfi.

  • Píeta samtökin
    Píeta bjóða fólki í sjálfsvígshættu, með sjálfsskaða og aðstandendum þeirra sem eru í þeim vanda og þeim sem hafa misst ættingja úr sjálfsvígi upp á gjaldfrjálsa meðferð og ráðgjöf

  • Hjartavernd
    GoRed- vitundarvakning um hjartasjúkdóma kvenna.

  • Hjartaheill og SÍBS
    Heilsumælingar fyrir þjóðina.

  • Rauði Krossinn
    Heimsóknavinir er verkefni Rauða krossins á Íslandi og snýst um að draga úr og koma í veg fyrir félagslega einangrun.

  • Vímulaus æska
    Stuðningur við átak í fjölskylduráðgjöf ætlið foreldrum og börnum í vanda.

  • Íþróttamiðstöð fatlaðra
    Styrkur fer í að efla sumarbúðir fyrir fatlaða.

  • Hugarafl
    Styrkur fyrir útgáfu bókar um nýjar nálganir varðandi sjálfsskaða, sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir

Lyfja þakkar öllum þeim fjölmörgu félagssamtökum, stofnunum, einstaklingum og fyrirtækjum sem sóttu um styrki árið 2020.


Styrktar­sjóður Lyfju

Til að auðvelda úrvinnslu umsókna biðjum við umsækjendur um að fylla út styrkjarbeiðnina hér fyrir neðan með ítarlegum upplýsingum.

Tengiliður

Til að fyrirbyggja ruslpóst: