Frjókornaofnæmi

Almenn fræðsla Augun Ofnæmi Sérfræðingar Lyfju

  • Mynd af blómum: Allef Vinicius on Unsplash

Frjókornaofnæmi er ofnæmi fyrir gróðri, grasi og trjám. Dæmigerð einkenni eru hnerri, nefrennsli eða nefstífla, rauð og tárvot augu og kláði.

820x312_frjokornaofnaemi

GÓÐ RÁÐ

  • Ef enginn vafi leikur á að þú hafir frjókornaofnæmi ættir þú að byrja notkun ofnæmislyfja 1-2 vikum áður en frjókornatímabilið hefst
  • Notaðu lyfin a.m.k. þar til frjókornatímabilinu lýkur
  • Fylgstu með veðurspám, á góðviðrisdögum er iðulega meira af frjókornum í lofti
  • Vertu sem mest innandyra þegar gróður og tré eru í mestum blóma og lokaðu gluggum og hurðum
  • Ef þú notar ofnæmislyf fyrir nef og augu ætti að skola nef og augu með saltvatni, það fjarlægir frjókornin og þá virka lyfin þín best
  • Við mælum með sturtu- eða baðferð fyrir háttinn til að fjarlægja öll frjókorn
  • Skiptu reglulega um koddaver


AFNÆMING FYRI FRJÓKORNAOFNÆMI
Hægt er að meðhöndla margar gerðir ofnæmis með svokallaðri afnæmingu Meðferðin er veitt samkvæmt læknisráði ef rétt lyfjameðferð hefur brugðist til lengri tíma. Lengd meðferðar er alla jafna 3-5 ár.

Þú færð frekari upplýsingar hjá heimilislækni um afnæmingu fyrir frjókornaofnæmi.

HAFÐU SAMBAND VIÐ LÆKNINN ÞINN

  • Ef þú finnur fyrir einkennum frjókornaofnæmis
  • Ef þú ert barnshafandi eða hefur barn á brjósti og þarft lyfjameðferð til lengri tíma
  • Ef ofnæmislyfin virka ekki sem skyldi
  • Ef þú upplifir öndunarerfiðleika eða færð hóstaköst t.d. við áreynslu eða á næturnar
  • Ef þú hefur einkenni frá öðru hvoru auganu en ekki hinu, það gæti bent til augnsýkingar


LYFJA MÆLIR MEÐ

Ítarlegar upplýsingar má finna á hér á lyfja.is eða lyfjabokin.is

SÉRFRÆÐINGAR LYFJU ERU HÉR FYRIR ÞIG
Í apótekum Lyfju um allt land taka lyfjafræðingar, hjúkrunarfræðingar og sérþjálfað starfsfólk vel á móti þér og veita ráðgjöf. Þú getur fengið ráðgjöf hvar sem þú ert í gegnum Lyfju appið eða á netspjalli á lyfja.is.

Heilsa þín er okkar hjartans mál, þess vegna leggjum við áherslu á fræðslu, gæðavörur og persónulega þjónustu.

Mynd af blómumAllef Vinicius on Unsplash