Breytinga­skeiðið

Breytingaskeiðið er hluti af lífinu og getur verið alls konar. Breytingaskeiðið er samheiti yfir tímabil í lífi okkar þegar hormónaframleiðslan okkar breytist. Bæði konur og karlar fara í gegnum hormónabreytingar á ákveðnum tímapunkti í lífinu. Margir upplifa meira frelsi og hamingju á meðan aðrir geta upplifað líkamleg og andleg óþægindi. Allt þetta er eðlilegt. Við erum hér fyrir þig og veitum ráðgjöf og lausnir fyrir þína vellíðan.

Netspjall Lyfju Sækja Lyfju appið


Greinar um breytingaskeið kvenna og karla

Tíðarhringstakturinn

Öll höfum við upplifað að vera misupplögð fyrir æfingar og hreyfingu. Hjá konum er þetta stundum meira fyrirsjáanlegt en hjá körlum, þar sem mánaðarlegar hormónasveiflur tengdar tíðahring kvenna geta haft umtalsverð áhrif á brennslu, afkastagetu, styrk og endurheimt.

Kynheilsa á breytinga­skeiðinu

Sigga Dögg kynfræðingur fjallaði um í fræðslumyndbandinu um kynlíf á breytingaskeiðinu hjá konum og körlum og þá sérstaklega hvaða hugarfar er gott að fara með inn í þessa breyttu tilveru þar sem kynveran getur loksins fengið pláss og verðskuldaða athygli.

Hormónabreytingar karla og líðan þeirra

Í þessu áhugaverða fræðslumyndbandi fjallaði Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hjá Lausnin fjölskyldumiðstöð um líðan karla í tengslum við hormónabreytingar og sambönd kynjanna á breytingaskeiðinu.

Hvað viltu vita um breytinga­skeiðið?

Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum hefur sérfhæft sig í málefnum sem tengjast breytingaskeiði kvenna og útskýrir nánar í þessu fræðslumyndbandi hvað breytingaskeiðið er, hvaða kvillar geta tengst þessu tímabili og hvað er til ráða?

Hvað er breytinga­skeiðið?

Allar konur ganga í gegnum tíðahvörf en það er þegar blæðingar stöðvast. Um er að ræða náttúrulegt ferli sem allir einstaklingar sem fæðast með eggjastokka ganga í gegnum á einhverjum tímapunkti. 

Fjölbreytt fræðsla á Facebook og Instagram

Í janúar, febrúar og mars býður Lyfja uppá fjölbreytta fræðslu á Facebook og Istagramsíðu Lyfu þar sem læknir, sálfræðingur, næringarþerapisti og kynfræðingur fræða okkur um ýmsar hliðar breytingaskeiðs kvenna og karla. Kynntu þér glæsilega dagskrá. 


Fleiri greinar um breytingaskeiðið

Greinar um svefn

Nokkur góð ráð um svefn

Dr. Erla Björnsdóttur sem er klínískur sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur í svefnrannsóknum veitir ráð um góðar svefnvenjur.

Taktu prófið | Breytinga­skeið karla

Testósterón er helsta karlkynhormónið og framleiða karlmenn um 10 sinnum meira af því en konur. Hormóna­hringur karlmanna er 24 klukkutímar þar sem testósterón­magn er mest á morgnana og minnkar svo þegar líða tekur á daginn. Frá 40 ára aldri minnkar testósterónið um 1,2% ári á meðan önnur kynhormón aukast eins og estrógen. Við það getur orðið hormóna­ójafnvægi og ýmsir kvillar gert vart við sig.


Fleiri greinar um svefn

Þetta vefsvæði byggir á Eplica

Til þess að hægt sé að virkja netspjall Lyfju þarf að veita leyfi fyrir notkun á tölfræðikökum, þar sem þær eru forsenda þess að spjallið virki rétt.

Virkja netspjall Loka