Blóðþrýstingur

Almenn fræðsla Hjarta– og æðakerfið

Blóðþrýstingur er þrýstingur blóðs í slagæðum líkamans og er nauðsynlegur til að viðhalda blóðflæði til líffæra. 

Blóðþrýstingur er skráður með tveimur gildum.

  • Efri mörk segja til um þrýsting í slagæðum þegar hjartað dregst saman og dælir blóðinu út.
  • Neðri mörk segja til um þrýsting í slagæðum þegar hjartað er í hvíld og fyllist af blóði.


ÆSKILEG GILDI BLÓÐÞRÝSTINGS

  • Eðlilegur 120/80 mmHg eða lægri
  • Hækkaður 120-139/80-89 mmHg
  • Háþrýstingur 140/90 mmHg eða hærri

HÁÞRÝSTINGUR
Hækkaður blóðþrýstingur eykur álag á æðakerfið og hættu á hjarta-, æða- og nýrnasjúkdómum. Háþrýstingur getur verið einkennalaus og því er mikilvægt að láta mæla blóðþrýstinginn hjá sér reglulega. Einkenni geta þó verið til staðar en þá er ástandið oft orðið alvarlegt.

EINKENNI HÁÞRÝSTINGS

  • Höfuðverkur/þyngsl yfir höfði (einkum á morgnana)
  • Sjóntruflanir
  • Mæði
  • Sljóleiki

FYRIRBYGGJANDI RÁÐ

  • Léttu þig ef þú ert í ofþyngd • Hreyfðu þig reglulega, helst 30 mínútur á dag
  • Borðaðu hollan og næringarríkan mat og forðastu unnar kjötvörur
  • Forðastu saltríka fæðu
  • Borðaðu grænmeti og ávexti á hverjum degi
  • Forðastu reykingar
  • Lágmarkaðu koffeindrykki og áfengi og drekktu a.m.k. 8 glös af vatni á dag
  • Forðastu streitu

HAFÐU SAMBAND VIÐ LÆKNINN ÞINN

  • Ef blóðþrýstingurinn er yfir 140/90 mmHg við reglulegar mælingar
  • Ef blóðþrýstingur er yfir 180/120 mmHg
  • Ef blóðþrýstingurinn er yfir 140/90 mmHg og þú hefur einhver af ofangreindum einkennum háþrýstings

LYFJA MÆLIR MEÐ
að þú látir mæla blóðþrýstinginn hjá þér reglulega en hjá Lyfju getur þú komið í blóðþrýstingsmælingu eða keypt blóðþrýstingsmæli og fylgst með gildunum þínum heima.

Ákveðin bætiefni geta hjálpað til við að lækka háan blóðþrýsting þó svo það sé alltaf best að fylgja læknisráði sem og heilbrigðumataræði og hollum lífsstíl:

Magnesíum Taurate

Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 533-2302, 564-5600 eða á netfanginu hjukrun@lyfja.is.

SÉRFRÆÐINGAR LYFJU ERU HÉR FYRIR ÞIG
Þú getur hitt hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sérþjálfað starfsfólk hjá Lyfju án þess
að bóka tíma. Í Lyfju Lágmúla og á Smáratorgi bjóðum við upp á hjúkrunarþjónustu, heilsufarsmælingar, sáraskipti og ráðgjöf alla virka daga.

Heilsa þín er okkar hjartans mál, þess vegna leggjum við áherslu á fræðslu, gæðavörur og persónulega þjónustu.

Þú finnur ítarlegri upplýsingar og allt sem þú þarft fyrir heilbrigði og vellíðan hér á lyfja.is eða lyfjabokin.is.

Blodnetverslun1350x350_vorur