Kólesteról | Mataræði og góð ráð

Almenn fræðsla Hjarta– og æðakerfið

Kólesteról og þrýglýseríðar flokkast sem helsta blóðfita líkamans og er mikilvægt byggingarefni fyrir frumur okkar og nauðsynlegt við myndun margra hormóna.

Kólesterólmagn í blóði er háð mataræði og framleiðslu lifrarinnar á því. Hækkun á kólesteróli er einkennalaus og því mikilvægt að láta mæla kólesteról í blóði reglulega. Til þess að mælingin sé marktæk er best að vera fastandi í a.m.k. 9 klst.  fyrir mælingu.

ÆSKILEG GILDI KÓLESTERÓLS

 • Heildarkólesteról ætti að vera undir 5,0 mmól/L., sérstaklega hjá þeim sem hafa greinst með kransæðasjúkdóma
 • HDL eða „góða kólesterólið“ ætti að vera yfir 1,0 mmól/L hjá körlum og yfir 1,2 mmól/L hjá konum
 • LDL eða „slæma kólesterólið“ ætti að vera undir 3,0 mmól/L • Þrýglýseríðar ættu að vera undir 1,7 mmól/L

FYRIRBYGGJANDI RÁÐ

 • Veldu óunna, fjölbreytta og næringarríka fæðu
 • Borðaðu grænmeti og ávexti daglega
 • Borðaðu fæðu sem er rík af ómega-3, t.d. feitan fisk (lax, sardínur og síld) hörfræ, chiafræ og valhnetur
 • Notaðu ólífuolíu í stað hefðbundinnar grænmetisolíu
 • Borðaðu trefjaríka fæðu eins og haframjöl, baunir, sætar kartöflur og epli
 • Gott er að taka eina matskeið af hörfræjaolíu daglega eða strá möluðum hörfræjum yfir morgungrautinn
 • Hreyfðu þig, helst í 30 mínútur daglega
 • Drekktu grænt te
 • Forðastu reykingar og streitu

HAFÐU SAMBAND VIÐ LÆKNINN ÞINN

 • Fljótlega ef heildarkólesteról hjá þér mælist yfir 6,5 mmól/L
 • Strax ef heildarkólesteról hjá þér mælist yfir 7,9 mmól/L

GÓÐ RÁÐ
Mataræði, lífsstíll, umhverfisáhrif og gen hafa áhrif á kólesterólið. Því er mikilvægt að huga að réttu mataræði og reglulegri hreyfingu til að stemma stigu við hækkun
kólesteróls í blóði.

LYFJA MÆLIR MEÐ

 • Að allir yfir fertugt láti mæla kólesterólmagn í blóði hjá sér á nokkurra ára fresti ef magnið er innan eðlilegra marka
 • Sé kólesteról yfir eðlilegum mörkum ráðleggjum við þér að fara í mælingu aftur eftir 6 mánuði eftir að hafa skoðað mataræði og aukið hreyfingu
 • Að yngra fólk láti mæla sig reglulega ef sterk ættarsaga er til staðar á hjarta- og æðasjúkdómum
 • Að taka inn Omega-3 og B-Súper

SÉRFRÆÐINGAR LYFJU ERU HÉR FYRIR ÞIG
Þú getur hitt hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sérþjálfað starfsfólk hjá Lyfju án þess
að bóka tíma. Í Lyfju Lágmúla og á Smáratorgi bjóðum við upp á hjúkrunarþjónustu, heilsufarsmælingar, sáraskipti og ráðgjöf alla virka daga.

Heilsa þín er okkar hjartans mál, þess vegna leggjum við áherslu á fræðslu, gæðavörur og persónulega þjónustu.

Þú finnur ítarlegri upplýsingar og allt sem þú þarft fyrir heilbrigði og vellíðan hér á lyfja.is eða lyfjabokin.is

Radgjof_Netverslun_1350x350_sykur