Kólesteról | Mataræði og góð ráð
Kólesteról og þrýglýseríðar flokkast sem helsta blóðfita líkamans og er mikilvægt byggingarefni fyrir frumur okkar og nauðsynlegt við myndun margra hormóna.
Kólesterólmagn í blóði er háð mataræði og framleiðslu lifrarinnar á því. Hækkun á kólesteróli er einkennalaus og því mikilvægt að láta mæla kólesteról í blóði reglulega. Til þess að mælingin sé marktæk er best að vera fastandi í a.m.k. 9 klst. fyrir mælingu.
ÆSKILEG GILDI KÓLESTERÓLS
- Heildarkólesteról ætti að vera undir 5,0 mmól/L., sérstaklega hjá þeim sem hafa greinst með kransæðasjúkdóma
- HDL eða „góða kólesterólið“ ætti að vera yfir 1,0 mmól/L hjá körlum og yfir 1,2 mmól/L hjá konum
- LDL eða „slæma kólesterólið“ ætti að vera undir 3,0 mmól/L • Þrýglýseríðar ættu að vera undir 1,7 mmól/L
FYRIRBYGGJANDI RÁÐ
- Veldu óunna, fjölbreytta og næringarríka fæðu
- Borðaðu grænmeti og ávexti daglega
- Borðaðu fæðu sem er rík af ómega-3, t.d. feitan fisk (lax, sardínur og síld) hörfræ, chiafræ og valhnetur
- Notaðu ólífuolíu í stað hefðbundinnar grænmetisolíu
- Borðaðu trefjaríka fæðu eins og haframjöl, baunir, sætar kartöflur og epli
- Gott er að taka eina matskeið af hörfræjaolíu daglega eða strá möluðum hörfræjum yfir morgungrautinn
- Hreyfðu þig, helst í 30 mínútur daglega
- Drekktu grænt te
- Forðastu reykingar og streitu
HAFÐU SAMBAND VIÐ LÆKNINN ÞINN
- Fljótlega ef heildarkólesteról hjá þér mælist yfir 6,5 mmól/L
- Strax ef heildarkólesteról hjá þér mælist yfir 7,9 mmól/L
GÓÐ RÁÐ
Mataræði, lífsstíll, umhverfisáhrif og gen hafa áhrif á kólesterólið. Því er mikilvægt að huga að réttu mataræði og reglulegri hreyfingu til að stemma stigu við hækkun
kólesteróls í blóði.
LYFJA MÆLIR MEÐ
- Að allir yfir fertugt láti mæla kólesterólmagn í blóði hjá sér á nokkurra ára fresti ef magnið er innan eðlilegra marka
- Sé kólesteról yfir eðlilegum mörkum ráðleggjum við þér að fara í mælingu aftur eftir 6 mánuði eftir að hafa skoðað mataræði og aukið hreyfingu
- Að yngra fólk láti mæla sig reglulega ef sterk ættarsaga er til staðar á hjarta- og æðasjúkdómum
- Að taka inn Omega-3 og B-Súper
SÉRFRÆÐINGAR LYFJU ERU HÉR FYRIR ÞIG
Þú getur hitt hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sérþjálfað starfsfólk hjá Lyfju án þess
að bóka tíma. Í Lyfju Lágmúla og á Smáratorgi bjóðum við upp á hjúkrunarþjónustu, heilsufarsmælingar, sáraskipti og ráðgjöf alla virka daga.
Heilsa þín er okkar hjartans mál, þess vegna leggjum við áherslu á fræðslu, gæðavörur og persónulega þjónustu.
Þú finnur ítarlegri upplýsingar og allt sem þú þarft fyrir heilbrigði og vellíðan hér á lyfja.is eða lyfjabokin.is