Meltingin

Góðgerlar og mikilvægi þeirra

1920X1080 Meltingaflora
Elísa Viðarsdóttir
Elísa Viðarsdóttir Næringarfræðingur
6. janúar 2026
Tengt efni
Meltingin

Góðgerlar (e.probiotics) eru örverur sem styðja við heilsuna ef þeir eru teknir inn í hæfilegu magni. Góðgerlar hafa verið rannsakaðir í tengslum við heilsu manna síðustu áratugi og hafa rannsóknir auk þess sýnt að þeir eru öruggir til inntöku til langs tíma sem viðbót við fjölbreytta og næringarríka fæðu. Rannsóknir benda til þess að þeir geti meðal annars stutt við, viðhaldið og styrkt (Sanders et al., 2019):

  • heilbrigðra þarmaflóru
  • meltingu
  • ónæmiskerfið
  • upptöku næringarefna
  • andlega heilsu
  • sýklalyfjameðferð

Góðgerlar finnast bæði í mat og bætiefnum og því er gott að borða mat sem inniheldur þá, þ.e.;

  • jógúrt og skyr
  • súrkál
  • kombucha
  • sýrðar gúrkur
  • misó, tempeh, sojasósu
  • súrdeigsbrauð
  • ákveðna osta

Mikilvægt er að jafnvægi ríki í þarmaflórunni og að stór hluti hennar samanstandi af góðgerlum (e.probiotics). Rannsóknir sýna þó að ýmsir þættir í nútíma lífsstíl geta raskað þessu jafnvægi. Þar má nefna reykingar, mikil áfengisneysla, einhæft mataræði ríkt af unnum matvælum, sykri og gervisætuefnum, auk sýklalyfjanotkunar og langvarandi streitu (Valdes o.fl., 2018; Cryan o.fl., 2019). Slík röskun á þarmaflórunni hefur verið tengd við meltingarónot og slakara ónæmiskerfis. 

Grunnstoð góðrar þarmaheilsu er heilbrigt og fjölbreytt mataræði. Rannsóknir benda til þess að neysla ferskra, lítið unninna matvæla, sérstaklega jurtaafurða sem innihalda trefjar, stuðli að fjölbreyttri og stöðugri þarmaflóru (Makki o.fl., 2018). Trefjar virka sem næring fyrir góðgerla og styðja þannig við vöxt þeirra og virkni.

Hreyfing hefur einnig jákvæð áhrif á þarmaflóruna. Auk þess sem streitulosandi aðferðir hafa verið tengdar við bætta þarmaflóru. Langvarandi streita getur haft neikvæð áhrif á samsetningu þarmaflórunnar (Cryan & Dinan, 2012).

Samhliða því að huga að bættum lífstíl getur verið gagnlegt að bæta við góðgerlum í fæðubótarformi til að styðja við góða þarmaheilsu. Þegar velja á góðgerla skiptir ekki aðeins máli hvaða tegundir baktería eru í vörunni, heldur einnig magn þeirra og hvernig þær eru verndaðar í gegnum meltingarveginn. Magn lifandi örvera er yfirleitt gefið upp sem CFU (colony forming units) og vísar til fjölda baktería sem er lifandi við neyslu. Rannsóknir benda til þess að í mörgum tilvikum þurfi skammturinn að vera að minnsta kosti á bilinu milljónir til milljarða CFU til að sýna áhrif, þó að ákjósanlegur skammtur geti verið mismunandi eftir bakteríutegundum og tilgangi notkunar (Sanders o.fl., 2018).

Jafnframt er mikilvægt að bakteríurnar lifi af ferðalagið í gegnum magasýrurnar og komist óskemmdar til þarmanna, þar sem áhrif þeirra eiga sér stað. Því skipta umbúðir og framleiðslutækni miklu máli. Sýruþolin hylki eða aðrar verndaraðferðir geta aukið lífvænleika góðgerlanna og þar með líkur á að þeir skili tilætluðum árangri (Hill o.fl., 2014). Geymsluaðstæður skipta einnig máli, þar sem sumar tegundir baktería eru viðkvæmar fyrir hita og endast skemur ef þær eru geymdar við stofuhita.

Til að auka líkur á árangri er æskilegt að velja fæðubótarefni þar sem tilgreint er nákvæmlega hvaða bakteríutegundir og stofnar eru í vörunni, þar sem vísindarannsóknir sýna að áhrif góðgerla eru stofnasértæk. Almennar merkingar eins og „probiotic blanda“ án frekari upplýsinga veita því takmarkaða innsýn í raunverulegt innihald og gæði vörunnar. Með því að velja góðgerla með skýrar upplýsingar um tegund, stofn, CFU-magn og geymslu er líklegra að neytandinn fái vöru sem samræmist þeim aðstæðum sem rannsakaðar hafa verið í klínískum rannsóknum.

Tengdar vörur

Deila