K-vítamín er fituleysanlegt vítamín sem gegnir tveimur lykilhlutverkum í líkamanum: það er nauðsynlegt fyrir eðlilega blóðstorknun og stuðlar að sterkum beinum. Þrátt fyrir að við heyrum minna um K-vítamín en mörg önnur vítamín er það afar mikilvægt fyrir heilsu og jafnvægi líkamans.
3 tegundir K-vítamíns
Það eru þrjár megingerðir:
- K1 (fyllókínón)
Finnst aðallega í laufgrænu grænmeti. Tekur þátt í blóðstorknun og er sú gerð sem flestir fá úr fæðu. - K2 (menakínón)
Myndast bæði í þörmum og finnst í ákveðnum matvælum, t.d. gerjuðum mat. K2 hefur sterk tengsl við beinheilsu og kalkflutning í líkamanum. - K3 (menadíon)
Syntetísk gerð, ekki notuð sem bætiefni fyrir almenning.
Hlutverk K-vítamíns í líkamanum
Hvar finnst K-vítamín?
K1 (fyllókínón):
- Spínat
- Grænkál
- Brokkólí
- Salat
- Brussel spírur
K2 (menakínón):
- Natto (gerjaðar sojabaunir – ríkasta uppspretta K2)
- Eggjarauður
- Ostur
- Kjúklingur
- Gerjaðar matvörur (t.d. kimchi, súrkál)
Hverjir gætu þurft meira K-vítamín?
- Fólk sem neytir lítið af grænmeti
- Einstaklingar með skerta fitufrásogshæfni (t.d. vegna celiac, Crohn’s eða lifrarsjúkdóma)
- Eldra fólk
- Þeir sem taka ákveðin lyf, t.d. sýklalyf eða blóðþynningarlyf.
Mikilvægt er að alltaf að ráðfæra sig við lækni.
Ráðlagður dagskammtur fyrir fullorðna er almennt er 90–120 µg á dag, en þörf getur verið breytileg.
Einkenni skorts á K-vítamíni
Skortur er sjaldgæfur hjá heilbrigðum fullorðnum en getur valdið:
- Aukinni blæðingarhættu
- Marblettum
- Hægari sáragróanda
- Veikari beinum til lengri tíma
Ungabörn fæðast með lágt K-vítamín, þess vegna fá þau oft K-vítamíngjöf við fæðingu.
Ofneysla og varúð
K-vítamín úr mat og bætiefnum er almennt talið mjög öruggt.
Ólíkt mörgum fituleysanlegum vítamínum safnast það ekki auðveldlega upp í líkamanum.
Hins vegar þurfa þeir sem taka blóðþynningarlyf (warfarin / marevan) að ræða við lækni áður en þeir taka K-vítamín sem bætiefni, þar sem það getur haft áhrif á virkni lyfsins.








