Líkt og með önnur steinefni, er hlutverk magnesíums í líkamanum flókið og fjölbreytt. Magnesíum gegnir lykilhlutverki í yfir 300 efnahvörfum. Það á þátt í vöðvasamdrætti, starfsemi taugakerfisins, losun taugaboðefna og stjórn æðavíddar, svo fátt eitt sé nefnt. Magnesíum má finna í hverri frumu og er nauðsynlegt ATP, sem er orkuefni frumna. Einnig fyrir flutning á kalíum og kalsíum yfir frumuhimnu.
Fullorðin einstaklingur hefur að jafnaði um 25 grömm af magnesíum í líkamanum. Rúmlega helming þess er að finna í beinum og um fjórðung í vöðvavef.
Þarmar, bein og nýru viðhalda jafnvægi magnesíums í líkamanum. Frásog magnesíums er í öfugu hlutfalli við styrk þess, ef magn þess er lágt frásogast meira af því.
Aðal uppspretta magnesíums fyrir heilbrigða einstaklinga er fjölbreytt mataræði. Grænt blaðgrænmeti eins og grænkál og spínat, fiskur, kjöt, heilkornavörur, mjólkurvörur og hnetur eins og möndlur og jarðhnetur, eru allt góðar uppsprettur magnesíum.
Algengasta einkenni ofneyslu á magnesíum er niðurgangur þar sem magnesíum hefur hægðalosandi áhrif. En magnesíum er gjarnan nýtt sem úrræði til að fyrirbyggja eða ná tökum á hægðatregðu. Inntaka á magnesíum hefur einnig reynst einhverjum vel við mígreni og fótapirring.
Mikilvægt er að hafa í huga að inntaka á magnesíum getur milliverkað og dregið úr virkni ákveðinna lyfja, t.d. ákveðinna sýklalyfja, ACE-hemjara, H2-blokkarar, getnaðarvarnarlyf, ýmis þvagræsilyf, Dígoxín, Fenýtóín og Sínk. Auk þess ættu einstaklingar með nýrna- og/eða hjartasjúkdóma ekki að taka inn magnesíum nema að höfðu samráði við lækni.
Magnesíumskortur er sjaldgæfur þar sem nýrun draga úr útskilnaði. Skortur á sér þá helst stað hjá eldra fólki, vannærðum, sykursjúkum eða glíma við áfengissýki.
Skortseinkenni geta verið
- Minnkuð matarlyst
- Ógleði
- Uppköst
- Þreyta og orkuleysi.
Ef ekkert er aðhafst getur farið að bera á frekari einkennum, eins og
- Dofi og náladoði
- Vöðvakippir og vöðvakrampar
- Flog
- Breytingar á hegðun og persónuleika
- Ruglástand
Hjartsláttaóregla
Nægileg neysla heilbrigðra einstaklinga á magnesíum er misjöfn eftir aldri og kyni.
- Börn 1-3 ára: 170 mg
- Börn 4-10 ára: 230 mg
- Konur 11-17 ára: 250 mg
- Konur 18 ára og eldri: 300 mg
- Konur á meðgöngu / með barn á brjósti: 300 mg
- Karlar 11-17 ára: 300 mg
- Karlar 18 ára og eldri: 250 mg
























