
Í Lyfju appinu getur þú verslað lyfseðilsskyld lyf og fengið þau send frítt heim að jafnaði innan 60 mínútna í stærstu þéttbýlisstöðum landsins eða sótt í næstu Lyfju um land allt þegar þér hentar. Í Lyfju appinu getur þú einnig verslað hjúkrunar- og heilsuvörur og fengið sendar heim.
Hægt er að panta símatíma hjá lyfjafræðingi til að fá ráðgjöf varðandi lyf þér að kostnaðarlausu. Lyfjafræðingur hefur þá samband daginn eftir á þeim tíma dags sem hentar þér. Hægt er að velja tíma virka daga á milli 9-12 og 13-16.
Í Lyfju appinu getur þú:
- Pantað lyf og lausasölulyf
- Séð hvaða lyfseðla þú átt í gáttinni
- Pantað heilsu- og hjúkrunarvörur
- Fengið lyfin send heim samdægurs í stærstu sveitarfélögum landsins
- Sótt pöntun í næsta apótek Lyfju
- Sótt um umboð til að versla fyrir aðra
- Fengið ráðgjöf sérþjálfaðra starfsmanna í netspjalli Lyfju
- Séð verð á lyfjum og stöðuna í greiðsluþrepakerfi Sjúkratrygginga
- Pantað símatíma hjá lyfjafræðingi til að fá ráðgjöf varðandi lyf þér að kostnaðarlausu.