
Líttu inn á við, hugaðu að þér, fyrir þig.
Sálfræðiþjónusta í Lyfju appinu
Líttu inn á við, hugaðu að þér, fyrir þig.
Viltu bæta andlega líðan en veist ekki hvar á að byrja? Ekki viss um hvað amar að eða við hvern sé best að tala? Þá getur stutt samtal við sálfræðing verið nytsamlegt fyrsta skref. Stutt ráðgjöf með sálfræðingi er 15 mínútna persónulegt og markvisst fjarviðtal við löggiltan sálfræðing Mín líðan.
Stutt ráðgjöf með sálfræðingi er 15 mínútna persónulegt og markvisst fjarviðtal við löggiltan sálfræðing Mín líðan.
Þú byrjar á að veita okkur innsýn inn í þína líðan með því að svara spurningum. Þær upplýsingar fara beint til sálfræðingsins og nýtast til að gera samtalið bæði persónulegra og markvissara.
Sálfræðingurinn veitir persónulega ráðgjöf út frá þínum niðurstöðum og hjálpar þér að átta þig á hvaða úrræði henta þér best. Þú greiðir eitt gjald fyrir spjallið, sem felur í sér bæði faglegt mat og næstu skref í átt að bættri líðan.
Þú getur fengið frítt stöðumat strax, eða fjarsamtal við faglærða sálfræðinga innan tveggja vikna. Sálfræðiþjónustan er stafræn, sem þýðir að meðferðin fer fram í gegnum fjarviðtöl. Þjónustan er ætluð einstaklingum 18 ára og eldri.
Andleg heilsa er mikilvægur hlekkur í þínu heilbrigði
Við leggjum áherslu á að huga að bæði líkama og sál, því þegar gott jafnvægi er þar á milli, líður þér betur. Að líta inn á við og meta eigin líðan er mikilvægt skref og getur verið fyrsta skrefið í átt að bættri heilsu.
Við erum til staðar fyrir þig, þar sem þú ert og veitum þér leiðina að lausninni.
Fjölbreytt sálfræðiþjónusta, sniðin að þínum þörfum. Hvaða leiðir eru í boði?
Frítt stöðumat
Hvernig hefurðu það? Frítt stöðupróf metur þína líðan.
Þú svarar nokkrum spurningum sem varpa ljósi á andlega heilsu og meta einkenni eins og streitu, kvíða, þunglyndi og sjálfsálit. Niðurstöðurnar eru ekki greining og koma ekki í stað faglegs mats sálfræðings. Þær geta þó hjálpað þér að ákveða næstu skref.
Ef niðurstöðurnar benda til þess að þú finnir fyrir einhverjum einkennum geturðu í framhaldinu svarað ítarlegri spurningum og bókað stutta ráðgjöf með sálfræðingi við löggiltan sálfræðing.
Stutt ráðgjöf með sálfræðingi
Stutt ráðgjöf með sálfræðingi er 15 mínútna persónulegt og markvisst fjarviðtal við löggiltan sálfræðing Mín líðan.
Þú byrjar á að veita okkur innsýn inn í þína líðan með því að svara spurningum. Þær upplýsingar fara beint til sálfræðingsins og nýtast til að gera samtalið bæði persónulegra og markvissara.
Sálfræðingurinn veitir persónulega ráðgjöf út frá þínum niðurstöðum og hjálpar þér að átta þig á hvaða úrræði henta þér best. Þú greiðir eitt gjald fyrir spjallið, sem felur í sér bæði faglegt mat og næstu skref í átt að bættri líðan. Verð fyrir 15 mínútna ráðgjöf er 9.900 kr.
Fjarviðtal við sálfræðing
Ef þú vilt komast beint í samband við sálfræðing geturðu bókað fjarviðtal, sem er hefðbundið sálfræðiviðtal í gegnum netið, án þess að svara ítarlegum spurningalistum. Þú færð 50 mínútna samtal með löggiltum sálfræðingi innan tveggja vikna frá bókun. Verð fyrir 50 mínútna viðtal er 21.000 kr.
Í viðtalinu færð þú tækifæri til að ræða líðan þína og fá ráðgjöf um næstu skref sem henta þér og þínum aðstæðum.
Mín líðan sálfræðistofa
Mín líðan hefur veitt sálfræðiþjónustu á netinu frá árinu 2018 og þar starfa tíu löggildir sálfræðingar. Mín líðan var fyrsta íslenska fjarheilbrigðisþjónustan sem fékk leyfi til reksturs frá embætti landlæknis.












