1920X1080 Copy 7@2X 100

Fjarviðtal við sálfræðing

Ef þú vilt komast beint í samband við sálfræðing geturðu bókað fjarviðtal í Lyfju appinu, sem er hefðbundið sálfræðiviðtal í gegnum netið, án þess að svara ítarlegum spurningalistum. Þú færð 50 mínútna samtal með löggiltum sálfræðingi innan tveggja vikna frá bókun.

Í viðtalinu færð þú tækifæri til að ræða líðan þína og fá ráðgjöf um næstu skref sem henta þér og þínum aðstæðum.

50 mínútna fjarviðtal við sálfræðing kostar 21.000 kr.