Artboard 1 Copy 3@2X

Um Mín líðan

Hjá Mín líðan er lögð áhersla á að bæta andlega heilsu með árangursríkum, gagnreyndum aðferðum sem sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að virki.

Sálfræðiþjónusta
Mín líðan er teymi sálfræðinga sem hafa ástríðu fyrir því að finna nýjar leiðir með stafrænum lausnum til þess að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu og leggja sitt að mörkum til þess að bæta heilbrigðiskerfið enn frekar.

Sálfræðingar Mín líðan
Hjá Mín líðan starfar samhent teymi löggiltra sálfræðinga, fjölskyldu- og svefnráðgjafa sem vinna að því að bæta þína líðan. Þau veita hlýja og faglega ráðgjöf á þínum forsendum, með það að markmiði að stuðla að betri andlegri heilsu og vellíðan.

Hvernig tengjast Mín líðan og Lyfja?
Sálfræðiþjónustan er veitt af Mín líðan og er aðgengileg í gegnum Lyfju appið. Mín líðan ber faglega ábyrgð á sálfræðiþjónustunni í samræmi við lög og verklag heilbrigðisþjónustu ásamt því að starfa samkvæmt fyrirmælum landlæknis. Lyfja sér um aðgengi og umgjörð í appinu svo þú komist á einfaldan og auðveldan hátt í sálfræðiþjónustu sem hentar þér. 

Af hverju Lyfja og Mín líðan?
Lyfja og Mín líðan deila sömu sýn: að gera faglega, gagnreynda sálfræðiþjónustu aðgengilegri. Samstarfið er niðurstaða vandaðs undirbúnings með það að markmiði að styðja við andlega heilsu landsmanna óháð búsetu.