1920X1080 Copy 6@2X 100

Stutt ráðgjöf með sálfræðingi

Stutt ráðgjöf með sálfræðingi er 15 mínútna persónulegt og markvisst fjarviðtal við löggiltan sálfræðing Mín líðan.

Þú byrjar á að veita okkur innsýn inn í þína líðan með því að svara spurningum í Lyfja appinu. Þær upplýsingar fara beint til sálfræðingsins og nýtast til að gera samtalið bæði persónulegra og markvissara.

Sálfræðingurinn veitir persónulega ráðgjöf út frá þínum niðurstöðum og hjálpar þér að átta þig á hvaða úrræði henta þér best. Þú greiðir eitt gjald fyrir spjallið, sem felur í sér bæði faglegt mat og næstu skref í átt að bættri líðan.

Þú getur fengið frítt stöðumat strax, eða fjarsamtal við faglærða sálfræðinga innan tveggja vikna. Sálfræðiþjónustan er stafræn, sem þýðir að meðferðin fer fram í gegnum fjarviðtöl. Þjónustan er ætluð einstaklingum 18 ára og eldri.

Stutt ráðgjöf með sálfræðingi kostar 9.900 kr.