Almennar fréttir
Lyfjaróbot styður við persónulegri þjónustu lyfjafræðinga
Deila
Lyfja Robot 6
| 12 mín lestur

Við erum ótrúlega stolt af því að Lyfja á Smáratorgi skartar nú nýrri tæknilausn sem gerir lyfjafræðingum, lyfjatæknum og öðru starfsfólki apóteksins kleift að sinna viðskiptavinum betur með persónulegri þjónustu að markmiði. Um er að ræða fyrsta lyfjaróbót Lyfju og hefur róbotinn verið í notkun innan apóteksins í tvo mánuði.
 
Lyfjaróbotinn hefur hefur aukið skilvirkni innan apóteksins til muna, eins og frágangi og utanumhaldi lyfjabirgða. Að auki hefur þjónusta við lyfjaávísanir færst fram á afgreiðsluborð þar sem róbotinn skilar lyfjunum í hólf fyrir aftan afgreiðslufólkið. Þetta gefur lyfjafræðingum aukið tækifæri og meiri tíma til að sinna persónulegum samskiptum, ráðgjöf og aðstoð við viðskiptavini á meðan lyfin eru tekin saman. Að auki verður vinnan við lyfjatínslu hraðari, nákvæmari og síður háð mistökum, sem eykur framleiðni og dregur úr álagi á starfsfólk.

Mikil ánægja er meðal starfsfólks apóteksins í Smáratorgi eftir að róbotinn var kynntur til leiks og munu fleiri slíkar lausnir líta dagsins ljós í stærri apótekum Lyfju á næstu árum. 

Lyfja Robot 1
Lyfja Robot 3
Lyfja Robot 6
Lyfja Smaratorg 1