Skilmálar

1. Almennt
1.1. Þessir skilmálar gilda um kaup og sölu á vörum og þjónustu Lyfju hf., kt. 531095-2279, Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi („Lyfja“), í gegnum vefsíðuna www.lyfja.is sem er vefsvæði í eigu Lyfju („vefsíðan“) þar sem viðskiptavinir geta verslað smávörur, séð rafrænar lyfjaávísanir í lyfjagátt með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum, og loks verslað bæði lausasölulyf og lyfseðilsskyld lyf. Viðskiptavinur verður að vera a.m.k. 16 ára til að geta átt viðskipti í gegnum vefsíðuna.
1.2. Til þess að versla lyfseðilsskyld lyf á vefsíðunni er gerð krafa um innskráningu viðskiptavinar með rafrænum skilríkjum inn á Mínar síður. Ekki er gerð krafa um slíka innskráningu til þess að eiga viðskipti með aðrar vörur á vefsíðunni, þ.m.t. lausasölulyf, heldur er í þeim tilvikum mögulegt að halda áfram sem gestur, án þess að búa til eigin reikning á vefsíðunni.
1.3. Viðskiptavinur telst hafa samþykkt skilmálana með því að nota þá þjónustu sem Lyfja býður á vefsíðunni.
1.4. Öll notkun vefsíðunnar takmarkast við þær aðgerðir sem eðlilegar og löglegar geta talist og þær upplýsingar og þá þjónustu sem boðið er upp á á hverjum tíma.
1.5. Um þjónustu Lyfju gilda að öðru leyti persónuverndarstefna, öryggisstefna og skilmálar Lyfju, sem teljast vera hluti samnings þessa, og eru aðgengileg á vefsíðu Lyfju, www.lyfja.is
2. Þjónustan
2.1. Á vefsíðunni er viðskiptavini gert kleift að eiga viðskipti með vöru og þjónustu Lyfju og nýta aðra virkni sem þar er í boði hverju sinni (saman nefnt „þjónustan“). Á vefsíðunni er m.a. hægt að versla ávísunarskyld lyf og skilgreindar tengdar vörur, auk þess sem boðið er upp á heimsendingu á pöntunum. Nauðsynlegt er að viðskiptavinur skrái sig á vefsíðunni inn með rafrænum skilríkjum til að geta keypt lyfseðilsskyld lyf, en um afgreiðslu lyfja vísast einnig til reglugerðar um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja nr. 740/2020 og reglugerðar um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir nr. 1340/2022. Lyfja hefur rétt á því að hafna pöntun í „körfu“ á vefsíðunni sé hún ekki sótt innan sjö (7) daga. Á vefsíðunni er jafnframt boðið upp á spjall fyrir viðskiptavini. Öryggisúttekt hefur verið gerð á vefsíðunni af óháðum úttektaraðila sem er sérfræðingur í upplýsingaöryggi og er úttektin staðfest af Embætti Landlæknis.
2.2. Þjónustan og öll notkun vefsíðunni er aðeins ætluð fyrir viðskiptavininn sjálfan.
2..3. Viðskiptavinur getur veitt þriðja aðila umboð til að eiga viðskipti fyrir sína hönd á vefsíðunni.
2.4. Lyfja ákveður einhliða þá þjónustu sem er í boði hverju sinni og áskilur sér allan rétt til að gera breytingar eða viðbætur við þjónustuna, þ.á m. kröfur til öryggismála.
2.5. Öll verð eru í íslenskum krónum, með virðisaukaskatti, með fyrirvara um innsláttarvillur og prentvillur. Lyfja áskilur sér þann rétt að hætta viðskiptum á vörum þegar um slíka villu er að ræða. Verð geta breyst án fyrirvara.
3. Aðgangur og öryggi
3.1. Viðskiptavinur skilur og samþykkir að hann sé ábyrgur fyrir því að tryggja leynd aðgangsupplýsinga sinna, sem gera honum kleyft að fá aðgang að þjónustu Lyfju í gegnum vefsíðuna, og er óheimilt að veita öðrum aðgang að vefsvæði sínu á vefsíðunni. Til að gæta fyllsta öryggis gildir innskráning með rafrænum skilríkjum aðeins í vissan tíma, sem ákveðinn er í samráði við Embætti Landlæknis.
3.2. Aðgangur viðskiptavinar að vefsíðunni gæti rofnað af ýmsum ástæðum, t.d. vélbúnaðarbilunum, tæknilegum bilunum, hugbúnaðarvillum eða kerfisuppfærslum.
4. Skilaréttur
4.1. Hægt er að skila og skipta vörum sem keyptar eru á vefsíðunni gegn framvísun kvittunar eða skilamiða í hvaða verslun Lyfju sem er. Skilaréttur á vörum eru 30 dagar. Viðskiptavinur hefur val um hvort önnur vara komi í staðinn, hann fái inneignarnótu eða endurgreiðslu vörunnar. Einungis er hægt að skila og skipta vöru ef að hún er með órofnu innsigli og í upprunalegu ástandi, þ.e. í óopnuðum og heilum umbúðum.
4.2. Ekki er hægt að skila eða skipta lyfjum og lausasölulyfjum, sterílum vörum og vörum sem krefjast ákveðinna geymsluskilyrða.
4.3. Ef vara er keypt á fullu verði en skilað þegar tilboð eru í gangi fær viðskiptavinur fullt verðmæti vörunnar til baka gegn framvísun kassakvittunar. Ef skilamiði er á vöru gildir verðið á þeim tíma sem skilað er.
5. Sendingarkostnaður og kostnaður
5.1. Enginn sendingarkostnaður er ef að verslað er fyrir hærri fjárhæð en kr. 9.900. Ef pöntun er undir þeirri fjárhæð bætist sendingarkostnaður við verð vöru í lok kaupferlis sem hér segir:
- Pakki heim að dyrum með Póstinum – 990 kr.
- Pakki heim að dyrum með Lyfju – 990 kr.
- Pakki sem inniheldur lyfseðilsskyld lyf – frí heimsending á stærstu þéttbýlisstöðum.
- Sækja pakka í verslanir Lyfju – frítt.
6. Afhendingartími
6.1. Eftir að pöntun hefur borist er hún send með Lyfju eða Póstinum eftir 0-4 virka daga. Ekki er alltaf hægt að tryggja að ákveðin vara sé til á lager þegar netpöntun er tekin saman. Ef sú staða kemur upp að vara er ekki til eða er á bið er viðskiptavinur látinn vita í tölvupósti.
6.2. Þegar valið er að sækja pöntun í verslanir Lyfju getur afhendingartími verið 0-4 virkir dagar. Ef vara er ekki til á lager er viðskiptavinur látinn vita í tölvupósti.
6.3. Ef pöntun sem viðskiptavinur hefur valið að sækja í apótek hefur ekki verið sótt í apótek eftir 2 vikur er sendur tölvupóstur til viðskiptavinar. Ef pöntun hefur ekki verið sótt eftir einn mánuð verður hún endurgrgreidd að fullu inn á greiðslukort viðskiptavinar.
7. Ábyrgð og skyldur
7.1. Mikilvægt er að viðskiptavinur tryggi örugga notkun á vefsíðunni, m.a. með því að gæta þess að öll notkun samrýmist þessum skilmálum.
7.2. Viðskiptavinur ber fulla og ótakmarkaða ábyrgð á öllum aðgerðum sem eru framkvæmdar eftir að hann hefur skráð sig inn á mínar síður með innskráningu með rafrænum skilríkjum.
7.3. Viðskiptavini ber að gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir með viðeigandi persónubundnum öryggisþáttum, s.s. með því að læsa tölvu eða síma þar sem viðskiptavinur er skráður inn á vefsíðuna
7.4. Lyfja áskilur sér rétt til að breyta öryggiskröfum sínum án fyrirvara.
7.5. Viðskiptavini er óheimilt að deila eða veita öðrum upplýsingar um persónubundna öryggisþætti sína. Viðskiptavini ber að grípa til nauðsynlegra varúðar- og öryggisráðstafana til að tryggja persónubundna öryggisþætti sína þannig að óviðkomandi aðili fái ekki aðgang að eða vitneskju um aðgangsupplýsingar.
7.6. Ef grunur leikur á óheimilli eða sviksamlegri notkun þjónustunnar eða ef brotið er gegn skilmálunum er Lyfju heimilt einhliða og fyrirvaralaust að rjúfa aðgang viðskiptavinar að þjónustunni. Lyfja áskilur sér jafnframt rétt til að rjúfa aðgang að þjónustunni um stundarsakir fyrirvaralaust og án tilkynningar, ef þörf krefur svo sem vegna uppfærslu, breytinga á þjónustunni eða annarra tæknilegra ráðstafana.
8. Takmörkun á ábyrgð Lyfju
8.1. Lyfja ber ekki ábyrgð á notkun viðskiptavinar á vefsíðunni.
8.2. Lyfja ber ekki ábyrgð á eftirfarandi: a) tjóni sem hlotist getur af vanþekkingu, misskilningi eða misnotkun viðskiptavinar eða annars aðila með eða án umboðs á notkunarreglum vefsíðunnar; b) tjóni sem hlotist getur af vél- og hugbúnaði eða virkni vefsíðunnar; c) tjóni sem hlotist getur af röngum viðskiptum; d) tjóni sem hlotist getur af vanþekkingu, misskilningi, misnotkun eða röngum færslum viðskiptavinar eða annars aðila þegar um er að ræða aðgerðir samkvæmt umboði frá öðrum aðila; e) tjóni sem hlotist getur af galla eða bilun í vél- eða hugbúnaði til móttöku á þjónustunni; f) tjóni sem hlotist getur vegna upplýsinga eða aðgerða þriðja aðila
8.3. Lyfja ber ekki ábyrgð á óþægindum, kostnaði eða öðru fjártjóni, hvort sem um ræðir beint eða óbeint tjón, sem rekja má til lokana, aðgangstruflana eða annarrar röskunar á veitingu þjónustunnar.
8.4. Lyfja ber enga ábyrgð á tjóni sem rekja má til athafna eða athafnaleysis þriðja aðila eða ágalla af þjónustunni.
8.5. Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) niðurgreiða lyf samkvæmt svo kölluðu greiðsluþrepakerfi. Lyfja ber ekki ábyrgð á breytingu á þrepastöðu viðskiptavinar gagnvart SÍ, sem á sér stað frá kaupum til afhendingar vöru, óháð því hvort hún hefur áhrif á verð eða ekki. Endanlegt verð vörunnar miðast ávallt við afhendingu og þrepastöðu viðskiptavinar á þeim tíma. Lyfja áskilur sér rétt til að hafna einstökum viðskiptafærslum í appinu, verði endalegt uppgjör viðskiptanna til þess að misræmi myndist gagnvart SÍ á þessu tímabili.
8.6. Lyfja ber ekki ábyrgð af tjóni sem rekja má til atvika sem stafa af náttúruhamförum, styrjöldum, verkföllum eða vegna atriða sem talin verða falla undir óviðráðanleg tilvik (force majeure). Þá ber Lyfja ekki ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af vegna lagaskyldna sem Lyfju ber að fylgja.
8.7. Ef viðskiptavinur brýtur gegn skilmálum þessum eða öðrum skilmálum Lyfju er Lyfju heimilt að loka fyrir aðgang hans að vefsíðunni. Hið sama á við ef viðskiptavinur verður uppvís að misnotkun eða tilraun til misnotkunar á upplýsingum sem aðgengilegar eru á vefsíðunni.
9. Hugverkaréttur
9.1. Vefsíðan er eign Lyfju og óheimilt er að breyta því eða afrita.
9.2. Allur hugverkaréttur sem tengist þjónustunni er eign Lyfju. Í hugverkarétti felst m.a. hvers kyns höfundarréttur, hönnunarréttur, eignaréttur og sérþekking (know-how), vörumerkjaréttur og einkaleyfaréttur, sem og skyld réttindi, hvaða nafni sem þau nefnast, bein eða óbein.
10. Persónuvernd
10.1. Við framkvæmd og í tengslum við þjónustuna er nauðsynlegt að vinna ýmsar persónuupplýsingar um viðskiptavin, t.a.m. samskiptaupplýsingar, opinberar upplýsingar, en einnig í ákveðnum tilvikum viðkvæmar persónuupplýsingar, í tengslum við lyfsölu. Þær persónuupplýsingar sem Lyfja fær frá viðskiptavini eða þriðja aðila í tengslum við notkun vefsíðunnar og eru notaðar við framkvæmd þjónustunnar eru unnar í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Viðskiptavinur er eigandi þeirra gagna sem unnið er með af hálfu Lyfju í tengslum við þjónustuna.
10.2. Viðskiptavinur samþykkir að Lyfja vinni persónuupplýsingar um hann sem snúa að notkun vefsíðunnar í samræmi við persónuverndarstefnu, öryggisstefnu og skilmála Lyfju, sem innihalda ítarlegar upplýsingar um öryggismál og meðferð Lyfju á persónuupplýsingum. Lyfja áskilur sér rétt til að uppfæra stefnur og skilmála sína og er ávallt sú útgáfa í gildi sem aðgengileg er á hverjum tíma á vefsíðu Lyfju.
11. Önnur ákvæði
11.1. Lyfja mun einungis senda viðskiptavini tilkynningar/skilaboð ef hann samþykkir slíkt á vefsíðunni. Lyfju er þó heimilt að senda viðskiptavini árlega gæða- og þjónustukönnun í gegnum vefsíðuna, sem verður nýtt í þeim tilgangi að bæta virkni hennar. Skilaboðin/tilkynningarnar munu varða notkun viðskiptavinar á þeirri þjónustu sem er í boði hverju sinni, s.s. hvar sending viðskiptavinar er stödd í kaupferlinu.
11.2. Lyfja áskilur sér rétt til að bakfæra einhliða viðskipti viðskiptavinar sem framkvæmd eru á vefsíðunni, með því að „hafna körfu“, í ákveðnum þeim tilvikum, s.s. þegar viðskiptin eru ekki í samræmi við reglur, til dæmis ef um er að ræða meira magn en heimilt er að afgreiða úr apóteki; þegar lagerstaða reynist ekki rétt; eða þegar tiltekið lyf er við það að fyrnast og því óheimilt að afhenda það. Við framangreindar aðstæður fer endurgreiðsla til viðskiptavinar fram í gegnum endurgreiðsluferli viðkomandi greiðslumiðlunarfyrirtækis og í samræmi við skilmála þess.
11.3. Lyfja áskilur sér allan rétt til að ákvarða einhliða þá þjónustu sem er í boði á vefsíðunni á hverjum tíma og rjúfa aðgang að upplýsingum um stundarsakir fyrirvaralaust og án tilkynningar ef þörf krefur, svo sem vegna uppfærslu skráa, breytinga kerfis og þess háttar.
11.4. Lyfju er heimilt að breyta skilmálum þessum einhliða hvenær sem er og taka slíkar breytingar gildi án fyrirvara.
11.5. Allar tilkynningar til Lyfju skal senda á netfangið personuvernd@lyfja.is.
11.6 Skilmálar þessir lúta íslenskum lögum. Ef eitthvert ákvæði skilmála þessara verður dæmt ógilt, ólöglegt eða óhæft til fullnustu, dregur það ekki á neinn hátt úr gildi, lögmæti eða fullnustuhæfi annarra ákvæða skilmálanna.
11.7. Rísi mál út af skilmálum þessum skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Skilmálar þessir gilda frá 21. ágúst 2025







