Vinnustaðurinn

Lyfjuliðið er fjölbreyttur hópur sérþjálfaðs starfsfólks sem á það sameiginlegt að vera umhugað um þitt heilbrigði og vellíðan.

Hjá Lyfju starfa í kringum 400 starfsmenn sem eiga það sameiginlegt að vera umhugað um þína vellíðan. Störf okkar eru fjölbreytt en öll leggjumst við á eitt með það að markmiði að lengja líf og auka lífsgæði.

Við erum með ólíkan bakgrunn og menntun s.s. lyfjafræðingar, lyfjatæknar, förðunarfræðingar, snyrtifræðingar, hjúkrunarfræðingar og viðskiptafræðingar. Við erum 82% konur, meðalaldur er um 40 ár og meðalstarfsaldur okkar er rúm 5 ár.

Fagmennska skiptir okkur öllu máli og því er öflugt fræðslustarf fyrir starfsfólk til að auka þekkingu og færni. Það skiptir okkur máli að starfsfólk Lyfju fái að þróast og vaxa hjá okkur.

Við leggum áherslu á að allt starfsfólk fyrirtækisins sé metið á eigin forsendum, hafi jafna möguleika og njóti sömu kjara og réttinda í starfi og til starfsframa óháð kyni, aldri, uppruna eða lífsstíl. Haustið 2015 fékk Lyfja jafnlaunavottun VR og í febrúar 2018 var Lyfja meðal 20 fyrstu fyrirtækja á Íslandi til að fá jafnlaunavottun Velfarnaðarráðuneytisins.

Við ætlum að hjálpa fólki að lifa heil með því að öðlast betri heilsu, hraustari líkama og meiri vellíðan. Þetta gerum við með þrjú gildi að leiðarljósi:

  • Áreiðanleiki
    Við stöndum við gefin loforð. Viðskiptavinir geta treyst vörunum og þjónustunni sem þeir fá í Lyfju. Gagnkvæmt traust er kjörorð okkar.
  • Umhyggja
    Við uppfyllum þarfir viðskiptavina okkar, leysum úr öllum málum eftir bestu getu og berum virðingu hvert fyrir öðru.
  • Metnaður
    Við leitum stöðugt nýrra tækifæra til að bæta þjónustu, vera framúrskarandi á sviði lyfjasmásölu og uppfylla betur þarfir starfsfólks og viðskiptavina.

Lyfjuliðið

Sýn Lyfju er að lengja líf og auka lífsgæði. Til að vera trú stefnu okkar þá er mikilvægt að við byrjum heima og styðjum starfsfólk Lyfju í þeirra vegferð að bættri heilsu og auknum lífsgæðum. Við leggjum því áherslu á að byggja upp heilsueflandi vinnustað og bjóða starfsfólki fríðindi sem stuðla að bættri heilsu, faglegri þróun og sveigjanleika í lífi og starfi.

Hér er yfirlit yfir þau fríðindi, fræðslu og stuðning sem starfsfólki Lyfju samstæðunnar standa til boða.

Heilsa og vellíðan

Heilsa og vellíðan starfsfólks er okkar hjartans mál og við viljum tryggja að Lyfja sé heilsueflandi vinnustaður.

Heilsustyrkur

Sálfræðiráðgjöf

Heilsufarsmælingar

Skóstyrkur

Félagsleg heilsa

Fjárhagsleg heilsa

Lifum og lærum

Öflug fræðsla og símenntun fyrir starfsfólk er grundvallaratriði til að tryggja að við getum veitt viðskiptavinum okkar þá framúrskarandi þjónustu sem við höfum einsett okkur og endurspeglar vilja okkar til að veita ráðgjöf frekar en afgreiðslu. Hér byggjum við góðum grunni sem við viljum efla og styrkja enn frekar. 

Velkomin í liðið

Vöruþekking

Lyfjuhjartað

Fagleg símenntun

Leiðtogaþjálfun

Námssjóður Lyfju

Lyfja og þú

Þarfir okkar eru mismunandi á ólíkum lífsskeiðum og því viljum við leggja áherslu á að geta komið til móts við fólk og styðja við starfsfólk Lyfju á tímamótum bæði innan og utan vinnu.

Starfsmannaafsláttur

Breytilegt og sveigjanlegt starfshlutfall

Lyfja allan hringinn

Sveigjanleg starfslok

Draumaleyfið

Má bjóða þér vetrarfrí?

Við fögnum tímamótum í lífi starfsfólks

Umönnunarleyfi

Lyfja og samfélagið

Samfélagsábyrgð er órjúfanlegur þáttur í ábyrgum fyrirtækjarekstri og hluti af okkar daglegu störfum hjá Lyfju enda er Lyfja mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfinu.

Í okkar daglegu störfum tryggjum við örugga dreifingu lyfja til sjúklinga hringinn í kringum landið og stuðlum að bættri heilsu og vellíðan viðskiptavina með fræðslu og ráðgjöf.

Lyfjabókin

Umhverfismál

Jákvæð áhrif á samfélagið