Þegar hrein E vítamín olía er borin á húð, getur hún dregið úr örvefsmyndun en hún er afar græðandi og getur t.d. flýtt fyrir gróanda á brunasárum ef hún er notuð bæði innvortis sem og útvortis. E vítamín olían er frábær á húðina og það er sérlega gott að bera hana á þurrar varir og viðkvæm húðsvæði eins og kringum augun.
E vítamín er m.a. að finna í grófu mjöli, jurtaolíum, eggjum, grænlaufguðu grænmeti, sojabaunum, hveiti-, rúg- og maískími og spínati.
- Fyrir 16 ára og eldri.
- Vegan og hentar grænmetisætum.
- Án gervi- og litarefna. Mjólkur-, laktósa-, glúten-, hnetu-, salt-, sterkju-, soya- og sykurlaust.
- 1 ml af E vítamín olíu frá Natures Aid gefur 268 mg (400iu) af d Alfa tókóferól (sem er náttúrulegt E vitamín) blandað í óerfðabreytta kókos- og sólblómaolíu.