Húðin er eins og margir vita stærsta líffærið, og gegnir mörgum mikilvægum hlutverkum í líkama okkar. Hún er í raun alveg stórmerkilegt fyrirbæri, og tilgangur hennar nær langt umfram það að vera einungis vörn gegn ytra umhverfi.
Höfundur er Una Emilsdóttir sérnámslæknir í atvinnu- og umhverfislæknisfræði, faglegur ráðgjafi vottunarinnar Hrein vara í Lyfju