• Vöggugjöf titill

Vöggugjöf

Takk fyrir frábærar viðtökur á Vöggugjöfinni kæru foreldrar. við erum í skýjunum! Því miður kláruðust allar Vöggugjafirnar en við eigum von á fleirum á næstu vikum. Má ekki bjóða þér að skrá netfangið þitt á póstlistann okkar og við látum þig vita um leið og við fáum fleiri Vöggugjafir?

Til hamingju með nýja lífið elsku foreldrar. Munið að doka við og njóta litlu hlutanna á leiðinni því tíminn líður svo alltof hratt með þessum fallegu og mjúku ungbörnum.

Gangi ykkur vel í nýja hlutverkinu

SKRÁ Á PÓSTLISTA


Vöggugjöf Lyfju

Fyrir verðandi og nýbakaða foreldra og börn að þriggja mánaða aldri

Vöggugjöf Lyfju er ókeypis glaðningur, ætlaður verðandi foreldrum og börnum að þriggja mánaða aldri. Gjöfin inniheldur ýmsar vörur sem nýtast vel á þessum spennandi tímum. Sumar vörur eru í fullri stærð og aðrar eru lúxusprufur.

Nýju hlutverki fylgir ómæld gleði og gæðastundir. Mundu að doka við og njóta litlu hlutanna á leiðinni. Það er þó að ýmsu að huga þegar fjölskyldan stækkar. Það þarf að græja og gera, redda og stússast. Sumt er til, annað vantar og sumt meira að segja vissir þú ekki að þú þyrftir, fyrr en á reynir. Við vonum svo sannarlega að þessi litla Vöggugjöf komi í góðar þarfir fyrir þig og þína.


Vörurnar í Vöggu­gjöfinni

Vöggugjöf lyfju inniheldur ýmsar gæðavörur sem koma í góðar þarfir á þessum spennandi tímum í lífi fjölskyldunnar. Sumar vörur eru í fullri stærð og aðrar eru lúxusprufur. Að auki inniheldur Vöggugjöfin bækling með ýmsum gagnlegum upplýsingum og fræðsluefni fyrir foreldra. Skoðaðu vörurnar í Vöggugjöfinni hér að neðan.


MAM Easy Start Anti-Colic peli 130 ml.

Easy Starf Anti-Colic pelinn er með ventilbotni sem kemur í veg fyrir að lofttæmi myndist innan í pelanum. Þannig næst jafnt og þétt mjólkurflæði sem gerir það að verkum að barnið gleypir ekki loft. Auðvelt er að taka pelan í sundur og þrífa. 130 ml.

Opna vöru

Sinomarin Babies Nose Care 6x5ml.

100% náttúruleg saltvatnslausn sem losar nefstíflur og heldur litlum nebbum hreinum. Sinomarin léttir á nefstíflum og hjálpar barninu að anda á náttúrulegan hátt. Sinomarin þynnir slím , dregur úr bólgum, hreinsar nefhol og veitir vernd gegn efri öndunarfærasýkingum og fylgikvillum. Fyrir 1 mánaða og eldri.

Opna vöru

BIBS snuð 0 mán+, 1 stk. #stærð 1

Í gjöfinni er annaðhvort Bibs Color snuð eða Bibs Supreme snuð. Color snuðið er með þremur götum til að auðvelda öndun og eru snuð með organic latex túttu sem er hönnuð til að líkja eftir brjóstinu og stuðla að svipaðri staðsetningu tungurnar líkt og þegar barn sýgur brjóst. Supreme snuðið er með fiðrildalaga skjöld. Túttan er flöt og úr siliconi. Túttan er mótuð til þess að draga úr þrýstingi á tönnum og kjálka.

Opna vöru

Naif Diaper Cream Baby & Kids 15 ml. #án ilmefna

Naif bosskremið með sínki inniheldur náttúruleg innihaldsefni sem hjálpa við bleyjuútbrotum. Kremið er án ilmefna og inniheldur sinkoxíð sem myndar verndandi lag á húðina og hefur einnig kælandi og viðgerðareiginleika sem hjálpar gegn bleiuútbrotum. Inniheldur náttúruleg efni eins og sinkoxíð, kamillu og E vítamín.

Opna vöru

MAM Start snuð 0-2 mánaða 1 stk.

Snuð fyrir fyrirbura og nýbura (0-2 mánaða). Túttan er afar létt og auðvelt að halda í munninum.  Stór loftgöt og hrjúft innra lagi sem hlífir barnshúðinni vel. Ath að sótthreinsibox fylgir ekki.

Opna vöru

Lansionh dömubindi eftir fæðingu 1 stk.

Bindi sérstaklega hönnuð fyrir konur eftir fæðingu. Extra þykk og rakadræg til þess að nota þegar mesta blæðingin er fyrstu vikurnar eftir fæðingu. Mjúk og sérstaklega hönnuð fyrir viðkvæma húð. Lögunin er hönnuð til þess að auka þægindi á viðkvæmu svæði eftir fæðingu. Eru með lekavörn til að varast að leki meðfram. Extra löng bindi með vængjum til að tryggja að þau sitji kyrr.

Opna vöru

Chicco Physio Soft mini snuð 0-2 mánaða 1 stk.

Chicco Mini soft ungbarna snuð silicone 0-2mánaða. Hönnuð sérstaklega fyrir ungabörn og eru aðeins 11,7gr. Úr mjúku silicone sem er bæði bragð og lyktarlaust og verndar litla kinnar. Sérstaklega hönnuð þannig að fingur foreldra geti stutt við snuðið.

Opna vöru

Lansinoh einnota lekahlífar 2 stk.

Lansinoh einnota lekahlífar eru örþunnar en á sama tíma mjög rakadrægar og koma í veg fyrir vandræðalega leka á brjóstamjólk. Þæ eru sérstaklega fóðraðar og leitar mjólkin í miðju hlífanna og kemur í veg fyrir að mjólkin liggi upp við húðina.

Opna vöru

Guli Miðinn D3 vítamín 2000ae 60 perlur #Fyrir foreldrana

Rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk á norðlægum slóðum þarfnast aukins D-vítamíns á veturna vegna þess hve stuttrar dagsbirtu nýtur þá við, og þessi litla birta nægir ekki til að byggja upp forða D3-vítamíns í líkamanum. Því er inntaka D vítamíns nauðsynleg öllum sem búa á Íslandi. Vara fyrir foreldrana.

Opna vöru

Lansinoh frystibpokar fyrir brjóstamjólk 2 stk.

Frystipokar fyrir brjóstamjólk með tvöföldum rennilás til að tryggja lokun.  Eru með sérstökum flipa til að skrifa á dagsetningu. 

Opna vöru

Masmi prufupakki, 2 dömubindi

MASMI býður vörur úr hreinum lífrænum bómullartrefjum. Allar vörurnar hafa verið stimplaðar af ICEA (Environmental and Ethical Certification Institute) og GOTS (Global Organic Standard). Allar vörurnar hafa verið húðfræðilega prófaðar og þær henta viðkvæmri húð. Prufupakki.

Opna vöru

Hafðu í huga..

  • Vöggugjöfin er hugsuð fyrir verðandi foreldra og börn að þriggja mánaða aldri.
  • Vöggugjöfin nýtist verðandi og nýbökuðum foreldrum best og er hugsuð fyrir foreldra en ekki aðstandendur.
  • Til að sem flestir foreldrar og nýfædd börn geti notið Vöggugjafarinnar gerum við einungis ráð fyrir einni Vöggugjöf fyrir hvert barn.
  • Við sérveljum gæðavörur í Vöggugjöfina, en þær gætu verið mismunandi milli mánaða/ára.
  • Vöggugjöfin er sérvalin og því er ekki hægt að skila eða skipta einstaka vörum úr Vöggugjöfinni.
  • Sækja þarf gjöfina innan 14 daga eftir að póstur berst um að pöntun sé tilbúin til afhendingar.
  • Vörurnar í Vöggugjöf Lyfju eru pakkaðar inn í pappaöskju með örverueyðandi lakki sem á sér engar hliðstæðu. Þegar lakkið kemst í snertingu við ljós og súrefni þá hverfur 99,99% af þeim bakteríum, veirum og sveppum sem kunna að hafa verið á prentfletinum.

Ef einhverjar spurningar vakna, eða ef þú ert með ábendingu, sendu okkur þá tölvupóst á lyfja@lyfja.is eða hafðu samband á netspjalli Lyfju.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica

Til þess að hægt sé að virkja netspjall Lyfju þarf að veita leyfi fyrir notkun á tölfræðikökum, þar sem þær eru forsenda þess að spjallið virki rétt.

Virkja netspjall Loka