Champix

Lyf gegn fíkn | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Vareniklín

Markaðsleyfishafi: Pfizer | Skráð: 1. febrúar, 2009

Champix er lyf við nikótínfíkn og er notað af fullorðnum til að hætta reykingum. Virka efnið vareniklín binst nikótínviðtökum í heila. Það hindrar þannig getu nikótíns til að virkja að fullu þá taugastarfsemi sem leiðir til reykingaþarfar og þeirrar jákvæðu upplifunar sem reykingar veita auk þess sem það dregur úr fráhvarfseinkennum við að hætta að reykja. Lyfjameðferðir til að hætta reykingum eru líklegri til að bera árangur hjá þeim sjúklingum sem jafnframt eru hvattir til að hætta að reykja og fá ráðgjöf og stuðning.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Dagur 1-3: 0,5 mg einu sinni á sólarhring. Dagur 4-7: 0,5 mg 2svar á sólarhring. Dagur 8-lok meðferðar: 1 mg 2svar á sólarhring. Velja skal dag sem á að hætta að reykja og meðferð með Champix ætti að hefjast 1-2 vikum fyrir þann dag. Töflurnar gleypist heilar með vatni.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið nær hámarksþéttni í blóði innan 3-4 klukkustunda eftir inntöku. Lyfið tekur nokkra daga að virka, þess vegna er mælt með því að inntaka þess hefjist 1-2 vikum áður en hætt er að reykja.

Verkunartími:
Lyfið skilst út úr líkamanum á um 10 dögum eftir að töku þess er hætt.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Meðferð með Champix skal standa yfir í 12 vikur. Hættan á að reykbindindi mistakist er mest fyrst eftir að meðferð er hætt. Hjá sjúklingum í mestri áhættu á að reykbindindið mistakist má hugleiða að minnka skammta smám saman í lok meðferðar í samráði við lækni í stað þess að hætta skyndilega.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Leitaðu læknis ef þú tekur of stóran skammt.

Langtímanotkun:
Meðferð með Champix skal standa yfir í 12 vikur. Fyrir þá sjúklinga sem eru algjörlega hættir að reykja eftir 12 vikna meðferð má hugleiða 12 vikna viðbótarmeðferð með 1 mg 2svar á sólarhring til að auka líkur á áframhaldandi reykbindindi.


Aukaverkanir

Ýmis einkenni geta komið fram þegar hætt er að reykja, með eða án meðferðar. Til dæmis hafa andleg vanlíðan og þunglyndi, svefnleysi, skapstyggð, ergelsi eða reiði, kvíði, einbeitingarskortur, eirðarleysi, hægur hjartsláttur, aukin matarlyst eða þyngdaraukning komið fram hjá sjúklingum sem reyna að hætta að reykja. Aukaverkanir koma almennt fram á fyrstu viku meðferðar.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Aukin matarlyst, breyting á bragðskyni, munnþurrkur        
Blóðug uppköst eða blóð í hægðum      
Hjartsláttartruflanir, hækkaður blóðþrýstingur, aukinn hjartsláttur      
Höfuðverkur        
Ógleði        
Sjóntruflanir, augnverkur        
Skjálfti, erfiðleikar með samhæfingu, talörðugleikar, minnkað snertiskyn, aukin vöðvaspenna        
Suð fyrir eyrum        
Svefnhöfgi, þreyta, sundl        
Svefnörðugleikar, óeðlilegir draumar        
Sykur í þvagi, aukið þvagmagn og tíðni        
Uppköst, hægðatregða, niðurgangur        
Uppþemba, magaóþægindi, meltingartruflanir, vindgangur        
Verkur í brjóstvegg og rifbeinum, stirðleiki í liðum, vöðvakrampar        
Öndunarfærasýking, óþægindi eða verkur í öndunarfærum        

Milliverkanir

Þegar lyf sem innihalda nikótín eru notuð samhliða Champix geta aukaverkanir vegna Champix orðið algengari. Þær breytingar sem verða á líkamanum við að hætta að reykja, með eða án meðferðar með Champix, geta haft áhrif á virkni annarra lyfja. Í sumum tilvikum getur verið nauðsynlegt að breyta skömmtum. Ræddu við lækninn eða lyfjafræðing ef þú ert í vafa.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir einhverjum lyfjum
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Ekki ætti að nota lyfið á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur valdið svima og svefnhöfga og getur í þeim tilfellum haft áhrif á aksturshæfni. Ekki ætti að aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið þar sem lítið er vitað um hugsanlegar milliverkanir alkóhóls og vareniklíns.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.