Leitaðu í Lyfjabókinni

Hér finnur þú öll skráð lyf á Íslandi sem seld eru í apótekum

Lengd >= 10mm ?
Breidd > 10mm ?
Þvermál >= 10mm ?

Lyfjaskömmtun

Lyfjaskömmtun er góður kostur fyrir þá sem taka lyf að staðaldri á ólíkum tímum dagsins eða vikunnar. Nánar

LYFJU APPIÐ

Nú getur þú pantað lyfin þín á netinu til að flýta fyrir afgreiðslu lyfseðla. Hægt er að sækja lyfin eða fá lyfin send heim á helstu þéttbýlisstöðum landsins. Nánar

Omeprazol Actavis 20 mg, 14 og 28 stk.

Omeprazol Actavis eru magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka efninu ómeprazóli. Við brjóstsviða og súru bakflæði – fáanlegt án lyfseðils

Það tilheyrir flokki lyfja sem kallast „prótónpumpuhemlar“. Þeir verka með því að draga úr sýruframleiðslu magans. Við bakflæði berst sýra úr maganum upp í vélindað sem getur valdið bólgu og verkjum í vélinda. Þetta getur valdið einkennum eins og sársaukafullum sviða fyrir brjósti og upp í kok (brjóstsviða) og súru bragði í munninum (nábít). Nauðsynlegt getur verið að taka hylkin í 2-3 daga samfellt áður en einkenni batna. Omeprazol Actavis er ætlað til notkunar hjá fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít).

Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is

Markaðsleyfishafi Actavis Group PTC ehf. Umboðsmaður á Íslandi: Teva Pharma Iceland ehf


Þetta vefsvæði byggir á Eplica

Til þess að hægt sé að virkja netspjall Lyfju þarf að veita leyfi fyrir notkun á tölfræðikökum, þar sem þær eru forsenda þess að spjallið virki rétt.

Virkja netspjall Loka