Leitaðu í Lyfjabókinni

Hér finnur þú öll skráð lyf á Íslandi sem seld eru í apótekum


Lyfjaskömmtun

Lyfjaskömmtun er góður kostur fyrir þá sem taka lyf að staðaldri á ólíkum tímum dagsins eða vikunnar.

Nánar

LYFJU APPIÐ

Nú getur þú pantað lyfin þín á netinu til að flýta fyrir afgreiðslu lyfseðla. Hægt er að sækja lyfin eða fá lyfin send heim á helstu þéttbýlisstöðum landsins.

Nánar

Pinex Junior 125 og 250 mg endaþarmsstílar

Pinex Junior er verkjastillandi og hitalækkandi lyf og er notað við vægum verkjum, t.d. höfuðverk, tíðaverkjum, tannpínu, vöðva- og liðverkjum og til að lækka hita.

Ráðlagður skammtur fyrir börn fer eftir þyngd barnsins.
Börn mega fá 50 mg/kg/dag skipt niður í 3-4 skammta.

Dæmi um skammt fyrir börn:

  • 10 kg barn má að hámarki fá 500 mg á sólarhring, þ.e. einn 125 mg endaþarmsstíl mest 4 sinnum á sólarhring.
  • 20 kg barn má að hámarki fá 1.000 mg á sólarhring, þ.e. einn 250 mg endaþarmsstíl mest 4 sinnum á sólarhring.
  • 30 kg barn má að hámarki fá 1.500 mg á sólarhring, þ.e. tvo 250 mg endaþarmsstíla mest 3 sinnum á sólarhring.

Ekki má nota Pinex Junior endaþarmsstíla fyrir börn yngri en 2 ára nema samkvæmt ráði læknis.

Pinex Junior 125 og 250 mg endaþarmsstílar
Pinex Junior inniheldur parasetamól sem er verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Pinex Junior er ætlað við vægum verkjum og til að lækka hita. Skammt handa börnum skal aðallega velja með hliðsjón af þyngd barnsins. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is

Markaðsleyfishafi er Actavis Group PTC ehf, Umboðsaðili er Teva Pharma Iceland ehf. Útgáfunúmer: 222061


Þetta vefsvæði byggir á Eplica

Til þess að hægt sé að virkja netspjall Lyfju þarf að veita leyfi fyrir notkun á tölfræðikökum, þar sem þær eru forsenda þess að spjallið virki rétt.

Virkja netspjall Loka