Leitaðu í Lyfjabókinni
Hér finnur þú öll skráð lyf á Íslandi sem seld eru í apótekum
Hér finnur þú öll skráð lyf á Íslandi sem seld eru í apótekum
Nicorette QuickMist inniheldur nikótín.
Nicorette QuickMist er ætlað til meðferðar við tóbaksfíkn hjá fullorðnum með því að draga úr fráhvarfseinkennum vegna nikótíns, þ.m.t. nikótínþörf þegar reynt er að hætta að reykja eða draga úr reykingum áður en þeim er alveg hætt. Lokamarkmiðið er að hætta tóbaksnotkun endanlega. Helst á að nota Nicorette QuickMist samhliða atferlismeðferð ásamt stuðningi.
Yfirlitið hér að neðan sýnir ráðlagða áætlun fyrir notkun munnholsúðans við fulla meðferð (Þrep I) og á meðan dregið er úr notkun hans (þrep II og þrep III).
Eftir hleðslu úðadælunnar er munnstykki skammtarans beint, eins nálægt og hægt er, að opnum munninum. Þrýsta skal ákveðið efst á skammtarann til þess að úða inn í munninn (1 úðaskammtur). Forðast skal að úða á varirnar. Forðast skal að anda að sér á meðan verið er að úða, til þess að úðinn berist ekki niður í öndunarveginn. Kyngið ekki í nokkrar sekúndur eftir notkun úðans, þannig næst bestur árangur. Hvorki skal borða né drekka meðan á notkun munnholsúðans stendur.
Einstaklingar yngri en 18 ára eiga ekki að nota Nicorette QuickMist
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.