Leitaðu í Lyfjabókinni

Hér finnur þú öll skráð lyf á Íslandi sem seld eru í apótekum


Lyfjaskömmtun

Lyfjaskömmtun er góður kostur fyrir þá sem taka lyf að staðaldri á ólíkum tímum dagsins eða vikunnar.

Nánar

LYFJU APPIÐ

Nú getur þú pantað lyfin þín á netinu til að flýta fyrir afgreiðslu lyfseðla. Hægt er að sækja lyfin eða fá lyfin send heim á helstu þéttbýlisstöðum landsins.

Nánar

Desloratadine Alvogen

Desloratadine Alvogen eru munndreifitöflur til meðferðar við ofnæmiskvefi og ofsakláða. Desloratadine Alvogen inniheldur 5 mg af virka efninu deslóratadíni. Desloratadine Alvogen tilheyrir flokki andhistamín lyfja og verkar með því að blokka histamínviðtaka en þeir gegna hlutverki í ofnæmi. Desloratadine Alvogen blokkar histamínviðtakann sérhæft og virka efnið, deslóratadín, kemst ekki yfir í miðtaugakerfið og hefur þar af leiðandi ekki slævandi verkun og veldur ekki syfju.

Desloratadine Alvogen dregur úr einkennum ofnæmiskvefs hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri. Einkennin eru t.d. hnerri, nefrennsli, rauð eða tárvot augu og kláði í nefi, efri gómi eða augum. Desloratadine Alvogen er einnig notað til að draga úr einkennum ofskláða vegna ofnæmis.

Desloratadine Alvogen eru munndreifitöflur sem leysast upp í munni. Ekki er þörf á vatni eða öðrum vökva til að kyngja skammtinum. Ráðlagður skammtur er ein tafla einu sinni á dag, með eða án fæðu. Léttir á ofnæmiseinkennum varir allan daginn og stuðlar að eðlilegri starfsgetu og svefni.


Hægt er að fá Desloratadine Alvogen í 30 stk eða 100 stk pakkningu.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. DES.L.A.2021.0008.01.

 

Markaðsleyfihafi er Alvogen ehf.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica

Til þess að hægt sé að virkja netspjall Lyfju þarf að veita leyfi fyrir notkun á tölfræðikökum, þar sem þær eru forsenda þess að spjallið virki rétt.

Virkja netspjall Loka