Conoxia

Önnur lyf, ýmis konar | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf

Virkt innihaldsefni: Súrefni

Markaðsleyfishafi: AGA | Skráð: 1. apríl, 2007

Conoxia inniheldur súrefni sem notað er til innöndunar. Það er litlaust, lyktar- og bragðlaust. Lyfið er notað til meðferðar á bráðum eða langvinnum súrefnisskorti (lág súrefnisgildi í blóði), sem hluti af fersku gasflæði sem notað er við almenna svæfingu og gjörgæslu, til að knýja eimgjafa við innöndun á innöndunarlyfjum, sem fyrsta hjálp - meðferð með 100% súrefni við köfunarslys, meðferð við bráðri höfuðtaugakveisu (Horton's syndrome). Einnig má nota lyfið við háan þrýsting í svonefndum þrýstiklefum til að auka súrefnisinnihald í blóði og vefjum til að draga úr hættu á skaða af völdum kafaraveiki, gas- eða loftbólna í æðum, meðferðar á kolmónoxíðeitrun (reykeitrun) og tl meðferðar á sýkingum í vefjum (clostridial myonecrosis, gasdrep).


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Lyfjagas

Venjulegar skammtastærðir:
Ráðlagður skammtur er einstaklingsbundinn og ákveðinn með hliðsjón af sjúkdómsástandi þínu. Venjulegur skammtur fyrir fullorðna við meðferð eða til að koma í veg fyrir bráðan súrefnisskort er 2–6 lítrar á mínútu við eðlilegan þrýsting með slöngu upp í nasir (súrefnisgleraugu) eða 5–10 lítrar á mínútu með andlitsgrímu og 10–15 lítrar á mínútu með grímu með safnpoka (e. reservoir mask). Um skammta í öðrum tilfellum skal hafa samráð við lækni.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið byrjar strax að verka.

Verkunartími:
Súrefni er nauðsynlegt fyrir líkamann og breytist hratt í koldíoxið í sem er skilið út um lungun.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Geymið í vel loftræstu rými þar sem ekki er mikill hiti Geymið fjarri brennanlegu efni Skila verður hylkinu til birgis


Aukaverkanir

Aukaverkana verður yfirleitt vart við mikinn styrk (meiri en 70%) og eftir langvarandi meðferð (a.m.k. 6–12 klukkustundir).

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Mæði    
Öndunarerfiðleikar    
Þurr hósti    

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með astma eða annan lungnasjúkdóm
  • þú hafir farið í skurðaðgerð

Meðganga:
Nota má Conoxia við eðlilegan þrýsting á meðgöngu. Ef þú þarft að fara í meðferð með CONOXIA í þrýstiklefa skaltu láta lækninn vita ef þú ert barnshafandi eða telur þig geta verið barnshafandi, vegna þess að hugsanleg hætta er á að barnið fái svonefndar fósturskemmdir af völdum oxunarálags.

Brjóstagjöf:
Nota má Conoxia við eðlilegan þrýsting við brjóstagjöf.

Börn:
Ekki skal nota lyfið til meðferðar á bráðri höfuðtaugakveisu hjá börnum eða unglingum. Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins við háan þrýsting hjá nýburum, börnum og unglingum. Meta skal ávinning og áhættu fyrir hvern sjúkling fyrir sig.

Akstur:
Þú mátt aka eftir notkun Conoxia að því tilskildu að lækninn telji þig færa/n um að aka.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.